Íslensk fyrirsæta gekk fyrir Armani í París

Íslenska fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir gerir það gott í tískuheiminum.

Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir gekk fyrir tískuhús Armani í vikunni á hátískuvikunni í París. Vakin er athygli á þessu á Facebook-síðu Eskimo Models á Íslandi.

Hátískuvikan í París stóð yfir frá sunnudegi til fimmtudags og flykktust stjörnurnar til París til að virða fyrir sér nýjustu haute couture-línur helstu tískuhúsa heims. Þar á meðal var leikkonan Nicole Kidman, hún lét sig ekki vanta á sýningu Armani eins og má sjá á meðfylgjandi mynd.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is