Þriðjudagur 21. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Konurnar sem prýddu forsíður Vikunnar á árinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölbreyttur hópur flottra kvenna hafa prýtt forsíður Vikunnar og sagt sögur sínar á árinu sem er að líða. Nú styttist í áramótin og þá er ekki úr vegi að taka smá upprifjun og líta yfir farinn veg. Þetta er aðeins lítið brot af þeim konum sem prýddu forsíðu Vikunnar á þessu ári.

 

Svona leit Vikan út þetta árið.

Kristina Skoubo Bærendsen

Hin færeyska Kristina Skoubo Bærendsen skaust fram á íslenskt sjónarsvið í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Bak við fallegt brosið leynist þó mikil sorg eftir skyndilegan föðurmissi. Kristina sagði sögu sína í Vikunni í apríl.

Mynd / Hallur Karlsson

„Þann 21. júní, fjórum dögum eftir að ég hafði hitt pabba í Færeyjum, var ég að fara á æfingu fyrir tónleikana og var á tónleikastaðnum með Nitu frænku minni og Finni píanistanum mínum ásamt fimm öðrum dönskum tónlistarmönnum. Evi, ein besta vinkona mín, átti að vera þarna líka en var ekki komin og við vorum alveg að fara að hefja æfinguna. Svo mætti hún og ég sá það bara á henni að eitthvað hafði gerst svo ég fór til hennar því ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir í hennar fjölskyldu. Það sást greinilega á henni að eitthvað hafði komið fyrir. Þá sagði hún við mig: „Það hefur orðið slys og pabbi þinn er dáinn.“ Auðvitað var öllum brugðið og vildu allt fyrir mig gera en ég sagðist þurfa að fara og tala við Guð,“ sagði Kristina.

Sjá einnig: Í stað þess að undirbúa flutninga, undirbjó hún jarðaför

Steinunn Stefánsdóttir

- Auglýsing -

Steinunn Stefánsdóttir fyrrverandi aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins er í hópi þeirra kvenna er hvað lengst hafa náð í íslenskum fjölmiðlum. Steinunn sagði Vikunni frá starfsferlinum, makamissinum og flakkinu sem á svo vel við hana.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Sjá einnig: Tekur einn dag í einu

María Loftsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir

- Auglýsing -
Mynd / Hákon Davíð

María Loftsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir prýddur forsíðu Vikunnar í febrúar. Þær sögðu sögu Sigurveigar Þórarinsdóttur.

Þriðjudaginn 4. mars 2014 mætti Sigurveig til vinnu á Landspítalanum í Fossvogi. Þegar hún kvaddi vinnufélagana í lok dags benti ekkert til þess að hún ætlaði sér ekki að mæta í vinnuna næsta morgun. Móðir Sigurveigar, María Loftsdóttir, segist hafa hringt í Sigurveigu um fimm-leytið og það hafi legið vel á henni.

„Hún var svo kát að ég hugsaði að hún hlyti að vera að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Það hvarflaði að mér að kannski væri hún bara að fara á stefnumót,“ segir María. „En þá var hún greinilega búin að ákveða að kveðja þetta líf.“

Sjá einnig: „Þið verðið að skilja að ég get ekki lifað bara fyrir ykkur“

Gurra Hauksdóttir Schmidt 

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Vendipunktur varð í lífi Gurru Hauksdóttur Schmidt þegar sonur hennar, Þorbjörn Haukur, lést. Þá ákvað hún að leggja lóð sitt á vogarskálarnar og berjast fyrir bættum hag heimilislausra. Síðan þá hefur hún séð til þess að félagar Þorbjörns af götunni finni að einhver ber umhyggju fyrir þeim. Hún sagði sína sögu í Vikunni í sumar.

„Þorbjörn lenti í mótorhjólaslysi árið 1992, hlaut fjórtán opin beinbrot vinstra megin og var ekki hugað líf fyrstu þrjá sólarhringana,“ ssagði Gurra. „Svo var honum haldið sofandi í langan tíma eftir það. Hann skaddaðist á vinstra framheila, en þar er samskiptastöðin staðsett og það breytti honum algjörlega sem manneskju. Í tólf til fjórtán mánuði samfleytt var hann á sterkum verkjalyfjum, líka eftir að hann kom út af spítalanum og fór í endurhæfingu. Svo var köttað á þetta og hann kom heim til okkar þá orðinn háður þessu. Hann átti aldrei í neinum vandræðum með að redda sér þeim. Upp frá þessu byrjaði hann í alvarlegum eiturlyfjum.“

Sjá einnig: Sneri sorginni upp í sigur og berst fyrir bættum hag heimilislausra

Fimm á forsíðu

Mynd / Unnur Magna

Í sumar prýddu fimm konur forsíðu Vikunnar, þær Birna Íris, Eva Ruža, Katrín Þóra, Sædís Karen og Valentína. Í viðtali við Vikuna ræddu þær líkamsímynd, sjálfstraust og fleira því tengt. Þær sögðu meðal annars frá því hvað þær gera til að líða vel í eigin skinni og hvað þeim finnst felast í góðri sjálfsmynd, sjálfstrausti og heilsu.

Sjá einnig: Fimm á forsíðu ræða líkamsímynd og sjálfstraust

Jasmina Crnac

Í júlí sagði Jasmina Crnac sögu sína í viðtali við Vikuna en hún og fjölskylda hennar misstu allt í stríðinu milli Serba og Króata. Saga Jasminu er mögnuð og einlæg sem lætur engan ósnortinn.

Mynd / Unnur Magna

„Lífið hefur ekki farið um mig blíðum höndum og ég hef gengið í gegnum alls konar. Ég hef verið barn á flótta, verið innflytjandi á Íslandi, einstæð móðir með þrjú börn, lent í veikindum og verið óvinnufær vegna þeirra og tekist á við margvísleg verkefni í lífinu. En versta upplifun mín, sem stenst engan samanburð við allt annað, er að vera á flótta. Sá sem er á flótta veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér eða hvað kemur næst. Óvissan er gríðarleg.“

Sjá einnig: „Næsta dag voru nágrannarnir horfnir og sáust aldrei meir“

Helga Hrönn Óladóttir 

Helga Hrönn Óladóttir hafði frá æsku strítt við margvíslegt ofnæmi en læknar gátu ekki fundið ástæðu þess að hún steyptist út í útbrotum, bólgnaði öll upp og barðist við ofsakláða. Svo alvarleg urðu einkennin að hún var lögð inn á gjörgæslu til hægt væri að fylgjast með henni.

Mynd / Auðunn Níelsson

„Árin 2012-2015 höfðu verið mjög krefjandi í lífi mínu og álagið samfellt. Dóttirin svaf lítið sem ekkert, fékk allar pestir og var oft veik. Ég ætlaði að sanna mig í háskólanáminu og lagði allt í það, vann samhliða náminu, söng oft í viku í kór, fylgdi syninum eftir í tómstundum og þurfti að styðja hann þar sem hann var að hefja sína grunnskólagöngu. Upp komu erfið mál í nánustu fjölskyldu mannsins míns og mitt stuðningsnet var fyrir norðan en við hjónin bjuggum á þessum tíma fyrir sunnan. Ég skilaði lokaverkefninu mínu í Háskólanum, fagnaði því og svo kom skellurinn,“ sagði Helga Hrönn

Sjá einnig: „Skyldi ná að komast í gegnum þessa eldraun“

Anna Linda Sigurgeirsdóttir

Anna Linda Sigurgeirsdóttir er einfætt en hjólar af krafti jafnt á racer sem torfæruhjólum. Hún sagði sína sögu í viðtali við Vikuna í febrúar.

Mynd / Hallur Karlsson

„Eftir að ég misst fótinn hélt ég að beygjan væri svo mikil í liðnum við að hjóla að ég prófaði ekki einu sinni,“ sagði Anna Linda.

„Eitt af því sem ég óttaðist alltaf var að eitthvað kæmi fyrir hinn fótinn. Það er svo erfitt að treysta á gervifót sem aðalfót. Þess vegna þorði ég aldrei á skíði eða hjóla. Ég tók enga áhættu hvað þetta varðaði en núna fimmtán árum síðar braut ég mig.“

Sjá einnig: Er einfætt en hjólar um fjöll og dali

Eva María Hallgrímsdóttir

Mynd / Unnur Magna

Eva María Hallgrímsdóttir í Sætum syndum prýddi forsíðuna núna í nóvember og sagði frá hvernig ýmsir í bakarastétt reyndu að leggja stein í götu hennar.

„Já, mér fannst alveg greinilegt að það ætti að hræða mig. Það heyrðist svo ekki meira frá þessum manni en nokkrum dögum eftir að hann sendi mér þennan póst fékk ég bréf frá lögreglunni og í því stóð að grunur léki á að ég hefði brotið lög og ég ætti von á kæru frá Samtökum iðnaðarins, eða bökurum.“

Sjá einnig: Með stöðu sakbornings í skýrslutöku hjá lögreglu

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -