Sunnudagur 21. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

Óhrædd við að taka stóru stökkin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Pálsdóttir rithöfundur stóð eins og margir aðrir á tímamótum þegar hún varð fimmtug. Hún gerði það sem ýmsa langar að gera en ekki allir láta verða af. Hún ákvað að láta drauma sína rætast. Vatt sínu kvæði í kross og gerðist rithöfundur eftir að hafa starfað sem leikkona og kennari ásamt ýmsu öðru í áratugi.

 

„Ég hef í raun alltaf verið óhrædd við að taka stökk í lífi mínu,“ segir Sólveig í viðtali við Vikuna þegar hún er spurð hvað hafi orðið til þess að hún ákvað að taka beygju í lífinu og fór að skrifa.

„Ég tók mig til í einu sumarfríinu mínu og byrjaði. Ég sat í þrjá daga við þessa vinnu og las þetta svo yfir. Það er skemmst frá því að segja að mér fannst textinn minn alveg ómögulegur. Mér fannst hann leiðinlegur og geldur og ég henti honum. Ég uppgötvaði seinna að það sem háði mér var að ég var of upptekin af því sem ég hafði lært í bókmenntafræðinni. Mér fannst ég þurfa að gera allt rétt. Vera nú nógu gáfuleg og svo framvegis. Ég skráði mig á námskeið hjá Þorvaldi Þorsteinssyni sem var mikið heillaspor fyrir mig. Hann kenndi mér að losa mig við alla leiðindapúkana sem sátu á öxlunum á mér þegar ég var að reyna að skapa. Allar þessar hugmyndir um að allt þyrfi að vera samkvæmt einhverri forskrift.“

„Það er skemmst frá því að segja að mér fannst textinn minn alveg ómögulegur.“

Hvað reyndist þér erfiðast við þessa breytingu?

„Það að fá ekki föst laun eins og þegar ég var að kenna var auðvitað mikil áskorun. Þegar maður er að skrifa þá eru tekjurnar skrykkjóttar og oft litlar og það hefur slæm áhrif á sálina þegar bankareikningurinn er tómur. Það ýtir mjög undir þá tilfinningu að maður sé ósjálfstæður sem er slæmt,“ segir Sólveig meðal annars.

Lestu viðtalið við Sólveigu Pálsdóttur í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

- Auglýsing -

Rafrænar áskriftir má kaupa hérna.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Texti / Svala Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -