2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Ostakaka sem er nógu holl til að borða í morgunmat

  Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem oftast er kölluð Lukka, elskar að setja saman hollan og góðan mat sem stuðlar að heilbrigðum lífsstíl. Hún deildi uppskrift að þessari gómsætu ostaköku með lesendum Vikunnar árið 2017.

  „Ég baka alltof sjaldan og ber kakan sem ég bakaði fyrir Vikuna þess merki því hana þarf alls ekki að baka heldur frekar að setja saman. Ég hef alltaf verið mun meira fyrir mat en kökur enda vel ég oft kökur sem innihalda hráefni sem er frekar að finna í mat, líkt og hnetur og jógúrt. Þessi kaka er til dæmis alveg nógu holl til að geta verið fyrirmyndarmorgunverður.“

  Á kakan sem þú bakaðir einhverja sögu? „Þessi kaka kemur upphaflega frá Þórunni Steinsdóttur, vinkonu minni, sem gerði þessa uppskrift fyrir heimasíðuna Máttur matarins sem hún hélt úti um árabil þar til við skrifuðum bók með sama nafni um mátt matarins og settum uppáhaldsuppskriftir Þórunnar ásamt nokkurri viðbót frá Happ í fræðandi bók um mat sem getur bætt heilsu og líðan. Ég hef síðan breytt uppskriftinni örlítið, aðlagað hana að mínum stíl, þar sem ég vil fá meira bragð og minni sætu svo ég skipti hunangi út fyrir chili og sjávarsalt.“

  OSTAKAKA FYRIR MJÖG SÉRSTÖK TILEFNI

  Bæði holl og ótrúlega góð.

  AUGLÝSING


  BOTNINN

  300 g ferskar, mjúkar döðlur, steinhreinsaðar
  300 g brasilíuhnetur
  3 msk. möndlusmjör
  2 msk. kókosolía
  1 tsk. vanilluduft eða -dropar
  2 tsk. acai-duft
  salt á hnífsoddi

  KAKAN

  2 dl mascarpone-ostur
  3 dl lífræn grísk jógúrt
  3 msk. hunang
  ½ tsk. vanilluduft eða -dropar
  2 dl hindber eða brómber
  handfylli myntulauf
  1-2 tsk. hampfræ

  Maukið allt hráefnið í botninn saman í matvinnsluvél og setjið það í kökuform. Þrýstið deiginu vel niður í formið. Þeytið mascarpone-ostinn og hunangið í 1-2 mínútur. Blandið síðan grísku jógúrtinni saman við. Hellið yfir botninn og skreytið með berjum og myntulaufum. Stráið hampfræjum yfir.

  Umsjón / Sjöfn Þórðardóttir
  Myndir / Aldís Pálsdóttir

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is