Sunnudagur 16. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Rétt lýsing getur hreinlega gerbreytt heimilinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lýsing skiptir sköpum inni á heimili.

Lýsing skiptir sköpum inni á heimili. Það má skipta lýsingu í þrjá flokka: umlykjandi lýsingu, sem veitir almenna birtu, áherslulýsingu, sem vekur athygli á ákveðnum stað eða mun á heimilinu, og að lokum vinnulýsingu, sem gefur manni næga birtu til að klára ákveðin verk. Síðan er hægt að nota ýmsar ólíkar gerðir ljósgjafa til að ná fram þeirri lýsingu sem maður vill.

Sniðugt er að hafa dimmera á loftljósum til að geta stýrt birtustiginu og stemningunni í rýminu.

Loftljós flokkast nær alltaf undir umlykjandi lýsingu. Sniðugt er að hafa dimmera á þessum ljósum til að geta stýrt birtustiginu og stemningunni í rýminu.
Loftljós eru ýmist ljósakrónur sem hanga niður úr loftinu eða kúplar sem liggja þétt upp við það.
Krónur setja meiri svip á herbergið og því skiptir sköpum að velja einhverja sem passar vel við stíl þess en kúplar dreifa birtu meira yfir allt herbergið án þess að vera fyrir.

Veggljós hafa verið mjög vanmetin undanfarin ár en svo virðist sem vinsældir þeirra séu að aukast.
Veggljós geta bæði flokkast sem umlykjandi en einnig áherslulýsing, til dæmis þegar þau eru staðsett sitthvorum megin við fallegt málverk.
Veggljós eru handhæg leið til að stýra birtunni, það að hafa aðeins kveikt á þeim en ekki loftljósi gefur dramatíska eða rómantíska lýsingu.

Gólflampar eru annað dæmi um vanmetna lýsingu. Þeir geta nefnilega þjónað öllum þremur hlutverkum lýsingar. Ótrúlega margar gerðir eru til, sumar lýsa upp og aðrar niður, sumar eru hönnunarmunir á meðan aðrar setja notagildið á oddinn. Eitt er víst að það geta allir bætt einum gólflampa við inn í stofu hjá sér.

Borðlampa má bæði nota sem áherslu- og vinnulýsingu. Glæsilegur lampi á hliðarborði getur sett punktinn yfir i-ið í stíliseringu herbergis en einnig getur hann komið að góðu gagni við lestur bóka. Eins koma borðlampar að góðum notum í skrifstofurými þar sem þörf er á mikilli birtu.

Góðan borðlampa er hægt að nota sem vinnulýsingu – og ekki skemmir fyrir ef hann er fallega hannaður.

Texti /  Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -