Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Sá sem skuldar ríkisbönkunum mest

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, er sá einstaklingur sem er með mest undir, þegar kemur að skuldum við íslensku ríkisbankana, Landsbankann og Íslandsbanka.

Óhætt er að segja að undanfarinn áratugur hafi verið rússíbanareið hjá Guðmundi en hann stýrir nú stórveldi í íslenskum sjávarútvegi. Titringur hefur þó verið innanhúss hjá HB Granda síðan hann tók við stjórnartaumunum og deilur við meðhluthafa Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum viðvarandi. Frekari vöxtur og hagræðing er í kortunum hjá HB Granda.

Viðskiptaveldi Guðmundar er eitt þeirra sem stóð höllum fæti eftir hrunið, svo ekki sé meira sagt. Skuldir voru langt umfram eignir.

Óhætt er að segja tiltektin á fjárhag þeirra félaga hafa dregið dilk á eftir sér, þar sem hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti 25. júní síðastliðinn að leggja fram rannsóknarbeiðni á næsta hluthafafundi Landsbankans, sem beinist að því hvernig á því stendur að Guðmundur og félög hans hafi fengið milljarða afskrifaða hjá bankanum – og fengið að kaupa útgerðarfélagið Brim á 205 milljónir króna út úr gjaldþrota móðurfélagi sínu.

Á sama tíma hafa lánveitingar til hans aukist um tugi milljarða og umsvifin sömuleiðis. Guðmundur stendur nú eftir með fulla vasa fjár – og miklar skuldir – og við stýrið hjá HB Granda eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu fyrir háar upphæðir fyrr á þessu ári, en í tilkynningu til kauphallar hefur verið boðaður frekari vöxtur félagsins.

Ítarleg fréttaskýring birtist í Mannlífi dagsins og á Kjarnanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -