Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sex hlutir sem við ættum ekki að gera húð okkar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húðin gegnir mjög margþættu hlutverk, til dæmis ver hún okkur gegn sýklum, framleiðir D-vítamín, hindrar vökvatap frá líkamanum og svo margt fleira. Í ofanálag ætlumst við til að hún haldist falleg og hraustleg, sérstaklega á andlitinu. Við verðum þó að horfast í augu við það að lífsstílsvenjur okkar hafa mikil áhrif á húðina og hér eru nokkur atriði sem við ættum alveg að sleppa.

 

Stöðug snerting

Það eitt að snerta andlitið of mikið með fingrum getur valdið bólum. Á höndum okkar eru bakteríur sem við berum á húðina þegar við snertum andlitið. Það er einnig mjög slæmur ávani að kroppa í sár eða bólur því við það rofnar húðin og bakteríur komast að. Berðu á þig krem og aðrar snyrtivörur og reyndu svo þitt besta að snerta ekki á þér andlitið fyrr en þú tekur af þér farðann um kvöldið.

Verja ekki gegn sól

Við ættum aldrei að sleppa sólarvörn á andlitið. Skaðlegir sólargeislar valda ekki aðeins dökkum litablettum, fínum línum og hrukkum heldur brjóta þeir einnig niður elastín og kollagen í vefjum húðarinnar sem gefa henni þétt- og teygjanleika. Notaðu rakakrem með léttri sólarvörn, til dæmis SPF 15, á veturna og reyndu að halda andlitinu alveg úr sól á sumrin, til dæmis með því að vera með hatt.

Gleyma djúphreinsun

- Auglýsing -

Húðin er stærsta líffæri líkamans sem er stöðugt að bregðast við innra og ytra áreiti. Hún þarf því að endurnýja sig reglulega og þá sitja dauðar húðfrumur eftir á yfirborðinu. Þessar húðfrumur draga úr ljóma húðarinnar auk þess sem þær geta farið ofan í húðholur og stíflað þær. Djúphreinsaðu húðina einu sinni til tvisvar í viku með þeirri aðferð sem hentar þinni húð – skrúbbi, sýrum eða ensímum.

Reykja

Það segir sig sjálft að það að draga alls kyns hættuleg eiturefni inn í líkamann hefur afar slæm áhrif á húðina. Sindurefni brjóta niður uppbyggiefni húðar svo hún slappast fyrr og verður líflaus. Þess utan ferðast reykurinn upp T-svæðið og veldur fílapenslum og öðrum stíflum ásamt því að efri vörin missir þéttni og verður hrukkótt

- Auglýsing -

Borða unnin matvæli

Þegar við borðum unnin mat höfum við enga stjórn á innihaldsefnunum og vitum oftar en ekki ekkert hvað við erum að láta ofan í okkur né hvaða áhrif það mun hafa. Hreint mataræði, svo sem ávextir, kjöt, fiskur og korn, sem við eldum frá grunni hefur svo miklu betri áhrif á líkamlega heilsu okkar almennt, þar á meðal húðina. Einnig auðveldar það okkur að taka út innihaldsefni sem geta valdið ertingu í húðinni eða bólum, til dæmis mjólkurvörur eða sykur.

Streita

Ytri og innri streituvaldar geta leikið húðina grátt. Þarftu að skila af þér stóru verkefni, halda fyrirlestur, ertu stöðugt á ferðalagi, sefuru lítið eða ertu sorgmædd? Allt þetta getur valdið breytingum í húð eins og auknum bólgum, bólum eða þreyttri og litlausri húð. Reyndu að slaka á inn á milli og halda í góða húðumhirðu á meðan streitutíminn gengur yfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -