Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Var þriggja ára þegar móðir hennar yfirgaf fjölskylduna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Oddsdóttir er alin upp á sveitabæ í Kjósinni, yngst af sex systkinum. Hún er sveitastelpa inn við beinið og segir náttúruna hafa bjargað sér í uppvextinum því þangað leitaði hún í vellíðan ef henni leið ekki nógu vel. Þegar Lilja var þriggja ára yfirgaf móðir hennar heimilið, eiginmann og sex börn og kom aldrei aftur. Lilja segir móðurmissinn hafa mótað allt hennar líf og skilið eftir gapandi sár sem hún hafi unnið með að láta gróa.

 

„Mamma var 48 ára þegar ég fæddist og pabbi var 59 ára en eftir fæðingu mína fékk hún fæðingarþunglyndi. Mamma mín var mild kona að upplagi en aðstæður og ósætti á bæjunum voru þannig að hún var uppgefin á líkama og sál, gat ekki meir og fór á burt. Pabbi var ættaður úr þessari sveit en mamma var úr Dýrafirði og fór þangað þegar ég var þriggja ára og kom ekki aftur til okkar,“ útskýrir Lilja og segir frá því að systur hennar hafi gengið henni í móðurstað.

„Seinna varð mér ljóst að þessar tilfinningar höfnunar höfðu djúpstæð áhrif á mig. Mér fannst ég yfirgefin og einskis virði sem barn. Að mamma fór frá okkur, varð verkefni sem ég hef unnið með allt mitt líf. Ég held að ég sé búin að prófa allar meðferðir sem til eru, til þess að hjálpa mér að láta hjartasár mitt gróa.

„Seinna varð mér ljóst að þessar tilfinningar höfnunar höfðu djúpstæð áhrif á mig.“

Móðurást skipti mig svo miklu máli. Að fá ekki að njóta umhyggju frá móður minni sem barn, setti tómarúm í mig. Pabbi fyllti ekki upp í þetta hjartarúm, hann var ekki af þeirri kynslóðinni, honum fannst nóg að halda í höndina á mér stöku sinnum og lesa Íslendingasögur fyrir mig enda var nóg að gera á bænum og verk að vinna. Mér leið best þegar ég var send ein út með kýrnar og sat í túninu, mitt í náttúrunni. Ég fann sterka tengingu við náttúruna frá fyrstu tíð. Pabbi kenndi mér að planta trjám og virða náttúruna, fyrir það er ég mjög þakklát.“

Lilja segir tilfinningar sínar ekki hafa fengið að þroskast eðlilega í uppvextinum að mati hennar og að hún hafi ósjálfrátt leitað að viðurkenningu frá öðrum og ást.

Viðtalið við Lilju er að finna í 29. tölublaði Vikunnar.

„Þegar maður kemur úr svona tilfinningalöskuðum uppvexti þá verður maður svo meðvirkur. Í minningunni finnst mér ég hafa verið alin upp við þögn, tilfinningar voru ekki ræddar, það var bara haldið áfram á hörkunni. Innri röddin er verst og maður verður að losa sig við alla innri dóma því maður dæmir sjálfan sig mest. Aðrir dæma mann ekki svona hart og eru yfirleitt ekki að hugsa neikvætt til manns eins og maður gerir sjálfur. Fólk dæmir sjálft sig harðast og kannski sérstaklega konur. Innri röddin getur blekkt okkur illa ef hún er ekki með okkur í liði.“

- Auglýsing -

Lilja kynntist mömmu sinni svo á fullorðinsárum. „Ég hef aldrei dæmt hana fyrir það sem hún gerði, þetta var bara svona. Það hefur örugglega ekki verið létt fyrir hana að yfirgefa börnin sín og hún hefur þurft hugrekki til þess,“ segir Lilja meðal annars um móður sína í viðtalinu.

Lestu þetta áhugaverða viðtal við Lilju í heild sinni í 29. tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Auglýsing -

Umsjón / Marta Eiríksdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -