Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Hvað eru búlgur, kínóa, bygg og kúskús?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við tókum saman smá fróðleik um þessi hráefni sem hafa notið vaxandi vinsælda hér á landi á undanförnum árum.

 

Kínóa er ævaforn korntegund sem var fyrst ræktuð í Bólivíu fyrir þúsundum ára. Það er mjög prótínríkt og ríkt af amínósýrum ásamt því að vera glúteinlaust.

Búlgur er úr steyttu, þurrkuðu og forsoðnu durum-hveiti. Það er aðallega notað í matargerð Miðaustur-landa, Miðjarðarhafsbúa og íbúa í Kákasus. Það er töluvert næringarríkara en kúskús þar sem það er mun minna unnið og því hafa næringarefnin fengið að halda sér.

Kínóa, til vinstri, og búlgur. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Kúskús er malað semolina-hveiti og er meginuppistaða fæðis íbúa Norður-Afríku. Á Vesturlöndum er algengast að það sé forsoðið og er þá nóg að hella sjóðandi vatni yfir og bíða í nokkrar mínútur. Upprunalegt kúskús þarf hins vegar að sjóða mun lengur. Það er frábært með kjöti og fiski og er álíka kolvetnaríkt og hvítt pasta.

Bygg er trefjaríkt heilkorn sem er lífrænt ræktað hér á landi. Það tekur dágóða stund að sjóða það en svo er líka gott ráð að sjóða það að kvöldi og láta standa yfir nótt. Aðferðin er sú að um leið og suðan kemur upp er slökkt undir og það látið standa yfir nótt með pottlokinu á.

Kúskús, til vinstri, og bygg. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Uppskrift með búlgum: Þín eigin sælkeraskál
Uppskrift með kúskús: Ljúffengur réttur
Uppskrift með byggi: Perlubyggsbollur 
Uppskrift með kínóa: Kínóapizza

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -