Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Kokkalandsliðið á blússandi siglingu – vann til tvennra gullverðlauna í Stuttgart

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska kokka­landsliðið vann til tvennra gull­verðlauna á Ólymp­íu­leik­um mat­reiðslu­meist­ara, IKA Culinary Olympics, í Stutt­g­art í Þýskalandi.

„Ég er ótrú­lega ánægður og þakk­lát­ur. Landsliðið hef­ur lagt ótrú­lega mikið á sig bæði í und­ir­bún­ingi og keppn­inni hérna úti og þau upp­skera glæsi­lega,“ seg­ir Björn Bragi Braga­son for­seti Klúbbs mat­reiðslu­manna um árangurinn, en hann er staddur með liðinu í Stutt­g­art.

Í gær keppti liðið í svokölluðu „Hot Kitchen“ og vann þar til gullverðlauna og lauk því keppni með því að taka gull í báðum sín­um keppn­is­grein­um.

Í tilkynningu sem liðið sendi frá sér af þessu tilefni kemur fram að á síðustu árum hafi liðið raðað inn gull­verðlaun­un­um á alþjóðleg­um mót­um sem hef­ur tryggt því stöðu eins fremsta landsliðs í heimi. Mikill undirbúningur hafi verið fyrir keppnina nú, m.a. hafi liðið æft stíft undanfarna átta mánuði og hátt í fjögur ton af búnaði hafi verið send til Stuttgarts þar sem setja þurfti upp fullbúið eldhús á staðnum. Fyrir utan það hafi talsvert magn af hráefni verið sent til Þýskalandsi þar sem liðið leggi áherslu á að nota sem mest af íslensku hráefni í matargerðina.

- Auglýsing -

„Þetta hefði þó ekki verið hægt án allra þeirra sem leggja okk­ur lið við að kom­ast hingað út,“ tekur Björn Bragi fram. „Ég verð sér­stak­lega að þakka Mat­ar­auði, Íslands­stofu, Ísey skyri og MS sem hafa verið með okk­ur í þessu verk­efni og gert okk­ur kleift að ná þess­um ár­angri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -