Föstudagur 8. nóvember, 2024
8.8 C
Reykjavik

Spennandi og öðruvísi kryddlögur á grillmatinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér koma tvær uppskriftir að spennandi og öðruvísi kryddlegi og góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar við búum til kryddlög.

 

Þegar við búum til kryddlög er gott hafa nokkra þætti í huga. Því meiri sýra sem er í vökvanum því hraðar virkar hún á matinn sem við leggjum í kryddlög. Sýran opnar þræðina í kjötinu og gerir það að verkum að safinn lekur hraðar út.

Einnig má ekki vera of mikið salt í marineringum því þá er mikill hætta á að við þurrkum upp kjötið. Þó að alkóhól sé notað í marineringar skal alltaf hafa það í huga að þetta er gert til að ná fram bragði en ekki áhrifum því alkóhólið er allt löngu gufað upp þegar við neytum matarins.

Aldrei skal láta mat liggja lengur en 12 tíma í kryddlegi og venjulega er nóg að láta kjötið liggja einhvers staðar frá 15 mín. upp í 3 tíma. Eftir það er farið að fórna of miklu af safanum á kostnað bragðs því saltið dregur vökvann úr kjötinu.

En besta leiðin til að gera kjöt mýkra er að leyfa því að liggja í ólífuolíu í nokkra daga í góðum kæli við 2°C, við það brotnar kjötið hraðar niður.

Tequila-kryddlögur

- Auglýsing -

2 ½ dl appelsínusafi
1 1/5 dl tequila
2 msk. ferskur límónusafi
2 msk. púðursykur
2 tsk. kummin-fræ, möluð
2 tsk. salt frá Saltverk
1 tsk. kóríanderfræ möluð
1 ferskur jalapeno chili-pipar, smátt skorinn og fræhreinsaður

Blandið öllu vel saman. Kjúklingur verður frábær með þessum óvenjulega en skemmtilega kryddlegi. Einnig má nota hana á svín og lamb.

Viskí-kryddlögur

- Auglýsing -

2 dl viskí að eigin vali
½ dl tómatsósa
2 msk. jómfrúrólífuolía
2 msk. sojasósa
2 msk. púðursykur
1 msk. hvítvíns- eða hrísgrjónaedik
1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður
6 dropar tabasco-sósa
svartur nýmalaður pipar eftir smekk

Viskí-kryddlögur.

Blandið öllu vel saman. Frábær kryddlögur á svínakjöt og lamb en gæti vel gengið á naut. Kjörin á grísarifin.

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -