Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Tímanlega í fermingarundirbúningnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru fermingar á næsta leiti og ýmis verkefni fram undan fyrir stóra daginn. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga á þessum tímamótum.

 

Gestalistinn og salurinn

Gott er að byrja á því að gera gestalista og ákveða hverjum á að bjóða. Á að bjóða öllum í stórfjölskyldunni ásamt vinafólki til margra ára og fjarskyldum ættingjum? Hvar á að draga mörkin? Nauðsynlegt er að gera þetta upp við sig sem fyrst áður en lengra er haldið. Þegar gestalistinn er klár þarf að ákveða húsnæði fyrir veisluna. Ef veislan á að vera í sal þarf að bóka hann sem allra fyrst því margir eru í sömu hugleiðingum á sama tíma og því má búast við að þeir uppbókist fljótt. Ef þið leigið sal, athugið þá hvort ekki borgi sig að kaupa veitingar af til dæmis hótelsal því þar fylgja starfsmenn og dúkar. Fyrir þá sem búa í góðu húsnæði er ekkert því til fyrirstöðu að halda veisluna heima, sem er miklu persónulegra og skiptir litlu þó að fólk sitji þröngt. Þeir sem eru að fara að ferma í vor eru náttúrlega löngu búnir að bóka sal, þið sem eigið fermingarbörn á næsta ári skuluð fara að horfa í kringum ykkur.

Boðskort, gestabók og áletruð sálmabók

Semja þarf texta í boðskortin og passa að allar nauðsynlegar upplýsingar komist örugglega til skila. Oft er mynd af fermingarbarninu á kortinu, frá því það var lítið, nýleg mynd eða bæði. Þeir sem geta hannað sjálfir og prentað út heima eru náttúrlega með pálmann í höndunum en margir staðir sjá um þetta. Ekki gleyma gestabókinni það er alltaf gaman að rifja upp hverjir mættu í veisluna og glöddust með fermingarbarninu. Sumir velja að láta áletra sálmabókina með nafni fermingarbarnsins og dagsetningu, þ.e. ef fermingarbarnið kýs að fermast að kristilegum sið. Slíkt er auðvitað best að gera með fyrirvara og getur verið gaman fyrir fermingarbarnið að eiga bókina mörgum árum síðar.

Myndasýning

- Auglýsing -

Vinsælt er að leyfa myndum af fermingarbarninu að rúlla meðan á veislunni stendur. Ef til eru myndbönd af fermingarbarninu er gaman að klippa saman stutta mynd og sýna á hápunkti veislunnar. Munið samt að prófa græjurnar og allt virki eins og það á að gera þegar að stóru stundinni kemur.

Fermingarföt

Fatnaðurinn er eitt mikilvægasta atriðið í augum margra fermingarbarna. Gott er að byrja að skoða hugmyndir um fatnað í tíma til að geta verið viss um að réttu fötin fáist í tæka tíð. Tískuvöruverslanir eru fullar af alls konar fatnaði sem gefur hugmyndir um hvert straumarnir liggja þetta árið. Ef barnið langar í eitthvað sérstakt þarf kannski að fara í smárannsóknarvinnu og jafnleg kaupa fötin á Netinu. Sumir kjósa að fermast í íslenskum þjóðbúningi og fá

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -