Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
8.3 C
Reykjavik

Vinsælar þrúgur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar horft er á úrval vína í gegnum árin á Íslandi, mætti draga þá ályktun að fáar þrúgur hafi notið hylli neytenda, og í raun á það sama við um neytendur annars staðar í heiminum. Cabernet sauvignon og chardonnay eru algengustu þrúgurnar en eru þessar þrúgur efstar á vinsældalista fagmanna varðandi gæði vína?

Þetta er fróðlegt að skoða út frá verðlaunum sem veitt eru í virtum keppnum sem ná yfir nægilega fjölbreytt úrval af héruðum og framleiðendum til að mark sé á takandi. Gaman er að skoða hvort einhver hreyfing sé á þrúgutegundum sem heilla mest dómarana og áhugavert að skoða hvort smekkur fagmannanna skili sér betur til neytenda. Concours Mondial de Bruxelles tók þessar tölur saman og bar saman 2018 og 2017.

Í ljós kom að 58% af verðlaunavínunum árið 2018 voru úr 10 þrúgum sem eðlilega eru líka þær mest ræktuðu en það þýðir líka að 42% eru úr öðrum þrúgum, oft staðbundnum, og sá þáttur fer vaxandi með ári hverju. Þar hafa ítalskar þrúgur verið að sækja í sig veðrið eins og sangiovese, montepulciano, primitivo og glera-þrúgan sem notuð er í Prosecco

Í Portúgal eru þetta touriga nacional-, castelao-, baga- og touriga franca-þrúgan og frá Grikklandi assyrtiko, agiorgitiko og savatiano. Einnig hafa verðlaunaðar klassískar þrúgur komið frá nýjum framleiðslulöndum eins og Kína. En tempranillo-vínin eru í miklum meirihluta (98%) frá Spáni, og merlot frá Frakklandi þar sem hún er mest ræktaða þrúgan.

Taflan sýnir samanburð frá árunum 2017 og 2018 – þrúgutegundir í verðlaunavínum, raðað eftir fjölda verðlauna.

2017

Tempranillo
Merlot
Cabernet Sauvignon
Syrah/Shiraz
Chardonnay
Touriga Nacional
Grenache/Garnacha
Sauvignon Blanc
Pinot noir
Carmenère

- Auglýsing -

2018

Merlot
Cabernet Sauvignon
Tempranillo
Syrah/Shiraz
Chardonnay
Grenache/garnacha
Sauvignon Blanc
Touriga Nacional
Pinot Noir
Primitivo

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -