Rúta með farþega innanborðs var stöðvuð vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut um kvöldmatarleytið í gær. Við skoðun kom í ljós að fyrirtækið hefur ekki leyfi til farþegaflutninga. Var ákveðið í samráði við eiganda bifreiðarinnar að ferja farþegana með leigubílum í áfangastað. Engir leigubílar mættu og varð úr að lögreglan fylgdi langferðabílnum á næstu lögreglustöð.
Lögreglan stöðvaði bifreið í Hálaeitishverfi. Í ljós kom að of margir farþegar voru í bifreiðinni sem er skráð fyrir tvo farþega. Fimm ára barn var ekki í öryggisbelti og sat óvarið í kjöltu móður sinnar. Hinir brotlegu lofuðu að að hringja á leigubifreið eftir að skýrsla hafði verið tekin af þeim.
Ökumaður nokkur var gómaður þar sem bifreið hans var búin bláum stöðuljósum að framan. Honum var fyrirskipað að fjarlægja bláu ljósin.