Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Er alltaf að komast nær sínum eigin stíl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísak Marvins er myndlistarmaður á uppleiði. Eftir þrjú ár í grafískri hönnun stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Krot ehf. Ísak gaf út nokkrar fatalínur sem seldust upp ásamt því að hanna vinnustofur fyrir fyrirtæki.

 

Ísak Marvin segist vera fyrst og fremst myndlistarmaður en verkin sem hann málar eru stór og setur hann í þau mikla orku.

„Ég mála á mjög „expressioniskan“ hátt. Stærð málverkanna skiptir mig miklu máli og mér líður best þegar ég er að mála stór verk, það er svo mikið frelsi. Mig langar auðvitað að fara lengra og það kemur með tímanum en ég tel það vera eðlilega þróun listamannsins að vilja eitthvað stærra og meira en maður sjálfur,“ útskýrir hann og bætir við að einnig hefur hann mikinn áhuga á því að smíða skúlptúra úr allskonar efnum en þau verk eru enn á tilraunarstigi.

Eftir námið í grafískri hönnun var hann farinn að mála á fullu og var búinn að breyta dimmum og köldum bílskúrnum hjá mömmu sinni í vinnustofu.

„Mér bauðst að fara til Berlín í stutt og gott nám sem gekk vel, kom svo heim og sárvantaði nýja vinnuaðstöðu og það leiddi að því að ég fór í samstarf við fasteignafélag um stofnum Artsalir-Studios sem eru fjölnota vinnustofur að Bíldshöfða 18, ætlaðar fyrir allskyns starfsemi og þar er ég með nýju vinnustofuna mína. Svo auðvitað mála ég eins og enginn sé morgundagurinn.

„Þar sem ég þvældist um safnið í flýti labbaði ég fram hjá sal fullum af verkum eftir Mark Rothko og það var þá sem list höfðaði í fyrsta skipti til mín af fullum þunga“

Uppgötvaði listina í London

- Auglýsing -

Ísak hefur alltaf verið að mála og teikna alveg frá því hann gat haldið sjálfur á blýanti og pensli sem barn. „Ég var mikið hjá ömmum mínum og öfum sem barn og þar var ég yfirleitt að skapa, bæði mála og teikna en einnig að smíða hina og þessa hluti, það kom allt bara svo náttúrulega hjá mér og gerir enn. Þegar ég var um 10 ára þá byrjaði ég að fikta mig áfram í graffinu og þannig þróaðist ég alltaf meira og meira yfir í myndlistina,“ rifjar hann upp.

En þegar Ísak virkilega uppgötvaði list var þegar hann var staddur í London í námsferð 2016. Hann var búin að týna hópnum sínum en þá rambaði hann inná Tate Museum. „Þar sem ég þvældist um safnið í flýti labbaði ég fram hjá sal fullum af verkum eftir Mark Rothko og það var þá sem list höfðaði í fyrsta skipti til mín af fullum þunga. Síðan þá hef ég helgað mig myndlistinni.“

Ísak málar gjarnan stór verk.

Fyrirmyndirnar koma úr mörgum ólíkum áttum

- Auglýsing -

Fyrst var það auðvitað Mark Rothko sem kveikti áhugann og þaðan kemur hluti af því að vilja mála stór verk. Á tímabili var ég kallaður „Sakki Pollock“ vegna þess að ég málaði mikið eins og Jackson Pollock og eftir það hef ég safnað saman hugmyndum frá mörgum helstu listmálurum heims og tek það sem höfðar til mín frá hverjum og einum,“ segir hann.

„Einnig hefur Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður og Lúðvík Karlsson listamaður, sem er einnig þekktur sem Liston, haft áhrif á mig með kennslu sinni og verkum.“

Eðli listamanna að halda sýningar

Ásamt því að vera í Myndlistarskólanum í Reykjavík er ísak að mála á fullu ný verk á nýju vinnustofunni sinni hjá Artsalir-studios og segir hann að hann er alltaf að komast nær sínum eigin stíl og hlakkar mikið til að sýna þessi nýju verk sýn. Framtíðin er spennandi hjá Ísaki og er hann alltaf að vinna að því að koma sjálfum sér á framfæri og taka ferilinn og sjálfan sig á næsta stig. Einnig er hann alltaf að vinna í næstu sýningu.

„Það er í eðli listamanna að halda sýningar og vilja sýna verkin sín,“ segir hann. „Ég stefni á að næsta sýning verði eftir rúmlega tvo mánuði en ég er enn að vinna í smáatriðunum. Einnig er ég að vinna að því að byggja upp gott umhverfi í kringum Artsalir-studios,“ segir hann. En Ísak er einnig með augun á Berlín vegna verkefnis sem hann sótti um að fá að taka þátt í og mun það leiða af sér sýningu árið 2020. „Ég hef alltaf elt innsæið og ég hvet aðra til að gera það sama. Svo auðvitað ef ykkur vantar stúdíó, þá endilega verið í sambandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -