Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

19 ára New York-búi gerir heimildarmynd um íslenska sauðfjárbændur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það sem veitir mér innblástur eru mál sem snerta venjulegt fólk, hvort sem það býr í stríðshrjáðum löndum, er heimilislaust í New York eða þarf að bregðast við breyttu landslagi í sauðfjárbúskap á Íslandi,“ segir neminn, ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Erik Kantar. Erik er nítján ára gamall og vinnur nú að heimildarmynd um íslenska sauðfjárbændur. Hann féll fyrir landi og þjóð í fyrra og ákvað í kjölfarið að kafa ofan í heim fjárbænda.

Fór á puttanum um Ísland

Erik við störf í íslenskri náttúru.

„Mig hafði alltaf dreymt um að fara til Íslands þannig að í fyrra lét ég hvatvísi ráða för og pantaði sextán daga ferð og kom til landsins án þess að vera með hótel bókað. Ég var svo spenntur að koma á staðinn. Ég fór á puttanum um landið og varð ástfanginn af öllu við Ísland. Alveg síðan þá hefur hjarta mitt sagt mér að kom aftur. Ég þurfti að finna mér verkefni svo ég gæti gert eitthvað stærra en bara heimsækja landið,“ segir Erik og brosir.

„Ég valdi að gera heimildarmynd um sauðfjárbændur því iðnaðurinn er að deyja á smærri býlum. Yfirvöld hafa gert þessum bændum erfitt fyrir að lifa af starfinu eins og þeir gerðu áður fyrr. Þessi iðnaður er að breytast hratt og myndin mun fjalla um það.“

Í anda Vice

Hann segir að myndin verði í anda heimildarþátta frá Vice Media.

„Markmið myndarinnar er mjög hnitmiðað. Myndin fjallar um hið geysistóra vandamál sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir í dag, sem í raun neyðir þá til að hætta búskap, og hvernig ein fjölskylda er að kljást við þetta vandamál. Í stuttu máli er markmið myndarinnar að sýna þessar breytingar í bússkapnum í gegnum líf einnar fjölskyldu.“

Erik er nýsnúinn aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa eytt tíma hér á landi við tökur. Hann fékk gistingu hjá bændunum á Hólum í Búðardal, sem reka einnig lítinn húsdýragarð sem er opinn á sumrin og líkaði dvölin vel.

„Fjölskyldan hafði frábæra sögu að segja fyrir myndina,“ segir Erik dulur og vill ekki gefa of mikið upp um það. Erik snýr svo aftur til Íslands í réttir í haust til að taka upp meira efni og klárar myndina í kjölfarið. Hægt verður að horfa á myndina á heimasíðu hans, erikkantarphoto.com en hægt er að fylgjast með framgang myndarinnar á Instagram síðu hans undir nafninu @erikkantar.

- Auglýsing -

En hvað tekur svo við hjá Erik?

„Ég get ekki sagt til um það strax. En Ísland er alltaf í hjarta mínu þegar ég leita að sögu.“

Byggðastofnun skoðaði dreifingu sauðfjár á Íslandi árið 2016 miðað við ásetning það ár. Þá kom fram að …

… fjöldi sauðfjárbúa hér á landi væri 2481 talsins
… búunum hafði fækkað um sautján bú frá árinu áður
… langflest búin töldu 199 eða færri kindur, eða 63,5%
… stærstu búin sem héldu 600 kindur eða fleiri væru aðeins 125 talsins

Meeee!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -