Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

27% brottfall úr framhaldssnámi: Drengir mun líklegri til brottfalls

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

27% nemenda falla úr námi fjórum árum eftir innritun. Sýnilegur munur milli kynjanna er í þeim hóp. Brottfall stráka er 31% en stelpna tæp 23%. Árgangsbrotthvarf í framhaldsskólum hefur haldist nokkuð stöðugt á árunum 2003-2012.

Margrét V. Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði mennta- og menningarmálaráðherra um skiptingu brottfalla í framhaldsskólum. Fyrirspurn Margrétar og svar ráðherra má skoða hér.

„Þetta er flott og ýtarlegt svar, búið að liggja aðeins yfir þessu” segir Margrét. „Ég held það sé mjög gagnlegt að fá þessar upplýsingar, en eins og kemur fram þá er ekki sama hvernig er lesið úr þessu” segir Margrét og bætir við, „Það er margt sem spilar inn í þetta. Kannski má líka skoða muninn á bekkjar- og fjölbrautarkerfi, það virðist vera meira um brottfall á krökkum sem fara í fjölbrautaskóla. Þetta eru auðvitað bara vangaveltur sem kvikna þegar maður skoðar svarið. Ekkert sem að maður getur fullyrt út frá þessu. Í smærri skólum getur maður séð að þetta eru það fáir nemendur, einn nemandi getur haft töluverð áhrif á tölfræðina og óþarfi að lesa og mikið í það”. Skýrslan sýnir að Menntaskólinn í Borgarfirði var með 16,7% brottfall nýnema árið 2017. Fjöldi skráðra nýnema það árið voru 36. Skólinn með lægsta hlutfall brottfalls sama ár var Verslunarskóli Íslands, einungis 0,4%. Fjöldi skráðra nýnema þar voru 278.

4,1% ungmenna utan kerfis árið 2017

Þetta er eitthvað sem þarf að fylgjast með og það er gott að sjá að það er farin af stað greiningarvinna hjá ráðuneytinu, af því að núna erum við að styttaframhaldsskólann.Hvaða áhrifþaðmikla og aukna álag sem að margir tala um hefur í raun,” segir Margrét og bætir við, „mun það skila sér í meira brottfalli eða munu fleiri útskrifast á styttri tíma. Þannig að það er mjög spennandi að fylgjast með þessu áfram og mikilvægt að það sé gert”.

Margrét vekur áhuga á hlutfalli ungmenna sem eru ekki í kerfinu; „Svo er líka sláandi að sjá að það eru um 5% sem eru utan kerfis, hvorki í skóla né í vinnu. Þetta virðist þó vera skárra en á Norðurlöndunum“. Í skýrslunni kemur fram að 4,1% ungmenna á aldrinum 18-24 ára á Íslandi eru utan kerfis. Þá er borið saman ungmenni 18-34 ára við Norðurlöndin þar sem Ísland er lægst með 4,9%. Svíþjóð kemur þar á eftir með 7,8%, Noregur með 9,8%, Danmörk 11,8% og Finnland hæst með 14,5%.

Stytting náms erfiðari fyrir eldri nemendur

Margrét lýsir vonbrigðum gagnvart styttingunni þar sem ekki voru gerðar ráðstafanir fyrir eldri nemendur. Til eru dæmi um nemendur, sem byrjuðu eldra kerfinu og flosnuðu upp úr náminuen séu að koma aftur „Krakkar sem voru kannskibúnirmeð annan kúrs af tveimur sem núna eru kenndir í einu námskeiði. Þau þurfa að taka það aftur. Við neyðum þau til að taka sama efnið aftur” segir Margrét og bætir við, „Ég er með eitt dæmi í mínu nærumhverfi sem er í þessum pakka. Fyrir viðkomandi er þetta bara lenging. Að taka aftur efni semhannhefur áður klárað með góðum árangri. Allavega hefur framkvæmdin ekki verið nógu vel útfærð á því og ég tel reyndar að betra hefði verið að stytta gunnskólann um eitt ár frekar en framhaldsskólann. Þar er mun meira svigrúm.”

Margir þættir sem geta valdið brottfalli

Margrét segir kynjamun liggja í brottföllum. „Mér finnst alveg gríðarlegur munur á kynjum í þessu. Það virðist þó vera að draga úr brottfalli, og það er gott að sjá” segir Margrét sem útilokar ekki að stytting náms hafi þessi jákvæðu áhrif. „Kannski er það líka þessi stytting og áhrifin af henni, hver sem þau kunna að vera, því það er kannski ekki alveg komið í ljós ennþá”. Atvinnuástandið í þjóðfélaginu virðist einnig vera áhrifavaldur. „Þeir nemendur sem til dæmis voru að byrja árið 2008, þau hafa sennilega unnið minna með skóla og klára þetta fyrr en við vitum að fyrir hrun var mikil ásókn í skólakrakka í ýmis störf. Þetta hefur greinilega allt saman áhrif”.

- Auglýsing -

Þrenns konar gerðir brotthvarfs

Í svarinu eru gefnar upplýsingar um þrenns konar gerðir brotthvarfs tíu ár aftur í tímann, eftir því sem upplýsingar leyfa. „Þetta er mælt bæði í árgangabrotthvarfi, það eru þeir sem eru á fjórða, sjötta og sjöunda ári eftir fyrstu innritun í framhaldsskóla. Þeir sem eru lengi í námi, Þá hvenær þeir eru að útskrifast og hvort þeir eru að útskrifast” er haft eftir Margréti sem segir það mjög gott að fá þær tölur. „svo þetta árlega brottfall nýnema. Mér finnst það sláandi hvað þau eru mörg að fara bara svona á fyrsta árinu. En það eru auðvitað krakkar sem að kannski hætta í einum skóla en fara svo eitthvert annað næst, þannig þau eru ekkert endilega hætt alveg í námi.” Þriðja gerð upplýsinga er Snemmbært brotthvarf sem er ekki greint eftir framhaldsskólum og tekur mið af aldursbilinu 18–24 ára.

Nemendahópar mismunandi

„Þetta er í nokkuð góðu samræmi við það sem ég hélt, því ég hef stundum verið að skoða þetta, en með tilfinningu frekar en töluleg gögn. Það er oft svo hættulegt að dæma eitthvað út frá einstaka dæmum sem maður heyrir frásagnir af” segir Margrét. „Þannig að það frábært að fá heildaryfirlit. En mér finnst mjög sláandi munur á brottfalli nýnema eftir skólum en ég er algjörlega sammála þeim varnöglum sem eru slegnir um að þetta sé ekki allt saman algjörlega sambærilegt. Nemendahóparnir í ákveðnum skólum eru bara mjög mismunandi.“

Skólar með mikla aðsókn með minna brottfall

„Sumir skólar eru þannig að þeir velja sér nemendur af því að það sækja um fleiri en skólinn getur tekið við. Þeir geta kannski valið sér úrvalsnemendur. Maður sér það til dæmis Í Verslunarskólanum, MR og Kvennó sem eru allt saman bekkjarkerfisskólar” segir Margrét en brottföll þar námu 0,5-2% árið 2017. „Þar er alveg ótrúlega lítið brottfall í samanburði við marga aðra skóla”. Margrét segir það koma sér á óvart þar sem þessir skólar hafa haft það orð á sér að vera erfiðir. „Talað er um að námið sé bara mjög erfitt og það sé fallhætta en hún virðist ekki til staðar. MH hefur líka verið í þeirri að geta valið sér nemendur en þar hætta töluvert fleiri á fyrsta ári eða 5,6%”.

- Auglýsing -

Vekur upp fleiri spurningar en svör

Aðspurð segir Margrét það helst koma sér á óvart hversu mikill munur sé á skólunum. „Til dæmis Verslunarskólinn, tölur frá 2017 sýna 0,4% brottfall, það er bara ekki neitt. Á meðan að þetta fer upp í 20% í einhverjum skólum”. Eins og Margrét hefur bent á er ekki hægt að vita hver skýringin er án frekari rannsókna. „Það þarf að fara mjög varlega út í að leggja of mikið í þetta. Viðmótið er kannski eitthvað sem þyrfti að skoða ennþá betur. Taka til dæmis viðtal við þessa krakka sem eru að flosna upp úr námi” segir Margrét og bætir við; „Grennslast betur fyrir hvað það er. Hvort það sé bara að námið standi ekki undir væntingum, eða þau ráði ekki við það. Eða er það vegna þess að þeim líður illa í skólanum? Er þetta eitthvað félagslegt og að þau finna sig ekki í hóp? Þetta kveikir eiginlega upp fleiri spurningar en svör. En það er líka alltaf mjög gott, að manni langi að vita meira”.

Mikilvægt að fylgjast vel með

„Mér finnst ofsalega mikilvægt að vera búin að fá einhverjar tölur. Líka að það sé áframhaldandi vinna við að fylgjast áfram með þessu og greina þetta. Ég held að núna sérstaklega, þegar við erum að breyta skólakerfinu, skipti rosalega miklu máli að vera með puttann á púlsinum“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -