Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

34,8% samdráttur í sölu nýrra bíla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sala nýrra fólksbíla á árinu 2019 dróst saman um 34,8% á milli ára  ef miðað er við árið 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 en 17.976 bílar árið 2018. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Þar segir að ef horft er lengra aftur í tímann og salan skoðuð frá aldamótum þá hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan 2019 er því rétt yfir meðaltalinu. Þá er bent á að árin 2016-2018 voru mjög stór bílasöluár í sögulegu samhengi og því víst að samanburðurinn við þau yrði alltaf erfiður þó ekki hafi verið búist við alveg eins miklum samdrætti og raun ber vitni.

Bílgreinasambandið spáir því þá að 12.750 bílar seljist á árinu 2020 sem myndi gera 8,7% söluaukning frá árinu 2019.

Hlutfall vistvænna bíla aldrei verið hærra

Hlutfall vistvænna bíla (rafmagn, tengiltvinn, hybrid, metan) hélt áfram að aukast og hefur hlutfall þeirra af heildarsölu aldrei verið hærra eða 27,5%.

„Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum. Er í því tilliti gleðiefni að tekið var undir tillögur Bílgreinasambandsins í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar um að framlengja ívilnanir vegna tengiltvinnbíla til 2023 í stað þess að fella þær niður með öllu í lok 2020 því dæmi erlendis frá hafa sýnt að slíkt hefur hægt verulega á þessarar tegundar bíla,“ segir í grein á vef Bílgreinasambandinu.

- Auglýsing -

Í greininni segir að Toyota hafi verið söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8 % hlutfall sölunnar, þar á eftir fylgdu KIA með 12,6 % og Hyundai með 6,8 %.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -