Mánudagur 22. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

60 ótímabær dauðsföll á ári – Sveitarfélögin geta gert betur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu veldur um 60 ótímabærum dauðsföllum á ári. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafa sýnt að malbiksagnir eru meira en helmingur svifryksagna og vega nagladekk þungt þegar kemur að sliti á götum. Þetta er með öllu óásættanlegt að mati neytendavaktarinnar og alls ekki nógu margir íbúar á svæðinu sem axla ábyrgð á vandamálinu með því að sniðganga nagladekk, taka strætó, hjóla eða ganga. En þeir sem hjóla og/eða ganga kvarta eðli málsins samkvæmt undan loftgæðum enda suma daga varla hundi út sigandi fyrir mengun.

En hvað er til ráða?

Neytendavakt man.is fjallaði um málið í síðustu viku og talaði við Þorstein Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur lagt til að gjald verði lagt á nagladekkja notkun. Slíkt hafa reynst vel í Noregi. Gjaldið fái fólk til að hugsa sig tvisvar um.

En það er annað sem hann nefnir.

„Vissulega þarf líka að þrífa göturnar, það þarf að fjarlægja óhreinindin sem safnast upp á þeim, sem að stærstum hluta eru slitið malbik. En yfir veturinn getur verið erfiðleikum bundið að þrífa þegar það er frost eða snjór. Götusópar aka á gönguhraða þegar þeir eru að sópa og jafnvel þó mörg tæki séu í notkun samtímis þá er tíminn sem tekur að sópa mældur í dögum eða jafnvel vikum. Þegar búið er að sópa allar helstu götur þarf svo strax að byrja aftur því malbikslitið er fljótt að safnast upp aftur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gætu gert miklu meira af því að rykbinda. Það er hægt að rykbinda helstu umferðargötur á parti úr degi og er það miklu fljótlegri og áhrifaríkari leið en að þrífa a.m.k. yfir háveturinn þegar stór hluti bíla er á nagladekkjum.“

- Auglýsing -

Þorsteinn bendir á að veturinn 2017 – 2018 hafi svifryksmengun farið 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk en aðeins hafi verið rykbundið 3var. Þá hafi nágranna sveitarfélög Reykjavíkur aldrei gert það; Kópavogur, Hafnafjörður, Garðabær og Mosfellsbær. Rykbinding hefur gefið góða raun á hinum norðurlöndunum og í Stokkhólmi er jafnvel rykbundið í nokkra tugi skipta á hverjum vetri. Þá segir Þorsteinn að hægt sé að samþætta betur hálkuvarnir og rykbindinu og að inn á miðju nagladekkja tímabili fáist sennilega mest fyrir peninginn með rykbindingu.

„Svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk við ákveðin skilyrði, þurrkur og logn. Þegar slíkir dagar eru í kortunum væri hægt að byrja að rykbinda upp úr miðnætti áður en umhferðin fer af stað og þannig mætti ná niður töluverðri mengun.“

Segja má að helstu umferðargötur í mörgum sveitarfélögum séu þjóðvegir í þéttbýli. Þorsteinn spyr hvort ekki sé eðlilegt að setja kröfu á Vegagerðina um að lágmarka umhverfisáhrif þeirra gatna. Í öllu falli ætti rykbinding að vera eðlilegur hluti af vetrarviðhaldi vega í þéttbýli.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -