Miðvikudagur 12. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

800 milljónir í sumarnám – „Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnvöld hafa ákveðið að veita 800 milljónum króna til framhalds- og háskóla svo hægt sé að bjóða námsmönnum upp á sumarnám á komandi sumri. Er þetta gert til að sporna gegn atvinnuleysi meðal ungs fólks og efla menntun. Gert er ráð fyrir 500 milljónum kr. í sumarnám á háskólastigi og 300 milljónum kr. í sumarnám á framhaldsskólastigi.

„Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir. Atvinnustigið á komandi sumri verður lægra en við eigum að venjast og það mun henta mörgum að nýta sumartímann til náms. Með þessu flýta námsmenn fyrir sínum námslokum og koma því fyrr fullnuma út í atvinnulífið, sem mun taka við sér fyrr en síðar. Þörfin fyrir vel menntað fólk verður áfram mikil,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um fjárveitinguna á vef stjórnarráðsins.

Þar segir að á framhaldsskólastigi verður boðið upp á stað-, dreif- og fjarnám sem nýtist í áframhaldandi nám. Um er að ræða annars vegar kynningaráfanga, svo sem nýsköpun, tækni og listir, og hins vegar áfanga sem eru hluti af námsbrautum skólanna. Jafnframt verður boðið upp á stuttar starfsnámsleiðir. Til að koma til móts við starfsnámsnemendur á námssamningum verða tilraunaverkefni um starfsþjálfun fyrir nemendur sem ekki komast að hjá fyrirtækjum.

Á háskólastigi eru markhópar sumarnámsins núverandi nemendur, framtíðarnemendur, fagaðilar, þátttakendur í sprotaverkefnum háskóla og atvinnulausir. Jafnframt verði boðið upp á verklega kennslu og launaða starfsþjálfun fyrir nemendur sem ekki hefur verið möguleg vegna takmarkana á skólastarfi í samkomubanni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -