Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Ætli þetta sé ekki ég að koma út sem pankynhneigður”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsöngvari sveitarinnar Panic! at the Disco, Brendon Urie, opinberar það í nýju viðtali við tímaritið PAPER að hann sé pankynhneigður.

Pankynhneigð, sem stundum er kölluð persónuhrifning, er í grunninn að fólk hrífst af persónuleika fólks, óháð kyni. Brendon segir að hann hrífist einmitt að persónuleikum fólks frekar en kyni.

„Ég er kvæntur konu og ég er mjög ástfanginn af henni en ég hef ekki á móti karlmönnum því ég hrífst af persónum,” segir Brendon, en hann kvæntist Söruh Orzechowski árið 2013.

„Líklegast er hægt að skilgreina mig sem pankynhneigðan því mér er sama. Ef manneskja er frábær þá er manneskjan frábær. Ég fíla bara gott fólk sem er með hjartað á réttum stað,” segir Brendon í viðtalinu og bætir við:

„Ég laðast klárlega að karlmönnum. Ég laðast að fólki. Ætli þetta sé ekki ég að koma út sem pankynhneigður.”

Brendon hefur verið dyggur stuðningsmaður hinsegin samfélagsins og lagt sitt á vogarskálarnar í réttindabaráttu þess í gegnum tíðina. Þá vakti slagarinn hans Girls Girls Boys mikla lukku árið 2013, sérstaklega meðal hinsegin aðdáenda sveitarinnar Panic! at the Disco. Í viðtali við Paper segir Brendon þó að það lag hafi ekkert með hans kynhneigð að gera, heldur fjalli það um fyrsta trekantinn sem hann fór í þegar hann var táningur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -