Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Af sleikum og slúðri á fréttasíðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í síðasta blaði Mannlífs skrifaði samstarfsmaður minn, vinur minn að sunnan eins og ég kalla hann, fjölmiðlapistil sem hann nefndi Er þetta frétt? Fjallaði pistillinn fjallaði um þá hvimleiðu spurningu sem oft má sjá í athugasemdum við fréttum á netinu, Er þetta frétt? en þá er spyrjandinn að hneikslast á fréttavali blaðamannanna en oftar en ekki er um að ræða nauðaómerkilegar slúðurfréttir.

Í fyrradag birtist sá pistill á vef Mannlífs og gat eiginlega ekki komið á betri tíma. Skrifuð var frétt á vefnum okkar um fátækan öryrkja sem eitt sinn dvaldi í Breiðuvík þar sem hann varð fyrir hrikalegu harðræði og viðbjóði. Hundur mannsins er veikur og þarf að fara í aðgerð en maðurinn hefur ekki efni á því. Tók maðurinn upp á því að selja hluti úr innbúinu og aðra lausamuni til að eiga fyrir aðgerðinni. Fréttin vakti töluverða athygli en tæplega 8.000 flettingar mældust á henni sem telst mjög fínt, ekkert stórkostlegt en ansi fínt. Á sama tíma og fréttin birtist, leit önnur frétt dagsins ljós hjá Mannlíf. Snéri hún að ljósmynd sem náðist af pari sem hefur verið mikið í fréttum á árinu, versla saman í Cosco. Þegar fréttinni var deilt á Facebook-síðu Mannlífs hrúguðust inn athugasemdir þar sem fólk kepptist um að kvarta yfir fréttinni og hneikslast yfir því að þetta teldist almennt fréttnæmt. Þegar þetta er ritað hefur fréttinni verið flett um 40.000 sinnum.

Annað dæmi get ég nefnt. Eftir Verslunarmannahelgina skrifaði ég tvær fréttir. Önnur þeirra tók mig allan daginn að gera, ég þurfti að senda tölvupósta, hringja í fólk, skrifa og bíða eftir svörum. Málið snérist um landsliðsþjálfara unglingsstelpna í körfubolta sem var látinn hætta með liðið eftir að ásakanir bárust á hendur honum vegna óþægilegra samskipta. Hina fréttina tók mig ekki nema 10 mínútur að gera. Hún var um sleik sem poppstjarna fór í við ungan kærasta sinn á Þjóðhátíð. Viljið þið giska á hvor fréttin fékk meiri lestur? Laukrétt, Kossaflensið fékk 38.700 flettingar en landsliðsþjálfarinn 12.700.

Miðillinn er lítill þó hann sé lesinn nokkuð vel á landsvísu. Við fáum tekjur frá auglýsendum meðal annars og þó við reynum að skrifa innihaldsríkar og afhjúpandi fréttir, verðum við að skrifa „ekki fréttir“ inn á milli til að bústa upp lesturinn, því það er það sem þú, lesandi góður, vilt lesa, tölurnar sanna það.

Mannlegt eðli er einfaldlega þannig að við erum forvitin um það hvað næsti maður er að gera, hvað nágranninn er að bardúsa í bílskúrnum og við hverja fræga fólki fer í sleik. Og stundum held ég að við ráðum bara ekki alltaf við fréttir af dýraníð, kynferðisbrotum, fátækt og fleira „óþægilegt“ og sækjum þess vegna í léttmeti á borð við sleik og slúður. Fyrir ykkur hin sem finnst þetta ekki vera fréttnæmt, sleppið að lesa og lesið „alvöru fréttir“ í staðinn, af nógu er að taka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -