Sunnudagur 14. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Andrea segist ekki nenna að kæra nauðgun á sér: „Ég mun aldrei ná fram réttlæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hinum flotta, fjölmenna og opna hópi hópi á Facebook, Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu, sem telur tæplega fimm þúsund einstaklinga er margt óhugnanlegt að finna; færslur sem sýna fram á hversu mikið ofbeldi er því miður að finna í okkar pínulitla samfélagi lengst á norðurhjara, sem lengi hefur státað sig af því að vera fyrirmyndarsamfélag í samanburði við flestar ef ekki allar þjóðir heims.

Andrea Aldan Hauksdóttir segir frá kynferðisofbeldi sem hún var beitt, og ekki annað hægt en að segja að hún sé hugrökk og baráttuglöð, eins og þessir flottu einstaklingar sem eru í hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu.

Andrea nafngreinir meintan gerenda sinn en Mannlíf mun ekki gera það, að svo stöddu.

 

Hér má sjá hluta úr færslu Andreu, birt með góðfúslegu leyfi hennar:

„Ég sendi fyrirspurn á lögfræðing sem var margmælt með á Twitter-samfélaginu fyrr á árinu.

- Auglýsing -

Ég ætlaði loksins að leggja fram kæru á hendur [þeim] sem nauðgaði mér haustið 2011.

Mig langar ekkert sérstaklega að fara í mál, fara í gegnum málaferli og senda þau vitni sem ég hef í ferli, fara í gegnum réttarkerfi sem myndi bregðast mér.

Í þessu tilviki nennir kerfið ekki einu sinni að svara tölvupóstinum mínum.

- Auglýsing -

Takk fyrir það.

Kerfið er mölbrotið og í rauninni nenni ég ekki að fara í gegnum það. Ég mun aldrei ná fram réttlæti í gegnum dómskerfið. Það eina sem ég vil er að fá að segja minn sannleika um þennan mann sem í dag á konu og barn.

Konan veit greinilega ekki hverskonar mann [hann] hefur að geyma, og mæti [hann] ekki afleiðingum gjörða sinna væri mín þögn að styðja undir þann veruleika, að einn daginn gæti barnið hans lent í því sama.

Að karlmaður nýti sér ofurölvi ástand þess til að brjótast inn í líkama annarrar manneskju og ríða eins og einhverjum hlut.

Ég kynntist [honum] í gegnum vinkonu mína stuttu eftir að ég endaði ofbeldissamband. Ég var mjög týnd í lífinu og hafði ánetjast kannabis. [Hann] ræktaði kannabis og við keyptum stundum af honum gras og reyktum með honum. Stundum hittumst við bara tvö, reyktum og hlustuðum á tónlist.

Á þeim tíma fannst mér hann smá kúl, og hann gaf til kynna að hann vildi eitthvað meira. Ég sagði honum að ég vildi bara vinskap, enda nýkomin úr erfiðu sambandi.

Einhverjum vikum seinna var staffadjamm á þeim vinnustað sem ég vann á á þeim tíma og það var opinn bar. Ég var í mikilli óreglu á þeim tíma og drakk alltof mikið. Ég man ekkert frá og með eftirmiðdeginum.

Á einhverjum tímapunkti hafði ég dáið áfengisdauða inni á klósetti á Dönsku kránni. Stuttu seinna hefur hann komið keyrandi, edrú, á bíl og náð í mig.

Ég vakna daginn eftir nakin í rúminu hans. Man ekki skít. Ég klæði mig og fer fram í eldhús þar sem hann er. Ég spyr hvað hefði gerst í gær, hvort við hefðum sofið saman. Hann svarar:

“Þú vildir þetta.”

Upp frá þessu grenntist ég úr öllu hófi, gjörsamlega hvarf inn í mig, flosnaði upp úr skólanum og skildi ekki af hverju mér leið svona ömurlega. Það hafði auðvitað verið mér að kenna að vera svona full. Það eru rúmlega 10 ár síðan en það eru bara þrír mánuðir síðan mig dreymdi síðast martröð um hann.

Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að edrú karlmaður keyri með ofurölvi stelpu heim, hvað þá örvist við manneskju í því ástandi, og hvað þá að hafa það í sér í að ríða henni.

Þetta er ekkert annað en viðurstyggileg nauðgun og trúnaðarbrot, og eftir 10 ára sársauka og skömm í þögn er það eina sem mig langar að skila skömminni. Þetta er það eina sem ég vil gera. Segja það upphátt, undir mínu nafni.

Sorrí með mig, þú hefðir bara átt að sleppa því að nauðga mér.

Farðu vel með þig og ég vona að þú lendir aldrei í því að einhver nauðgi barninu þínu.

Ég vona að það séu ekki allir eins og þú.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -