Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Tveir stjórnarmenn sögðu af sér eftir uppljóstranir um barnaklám

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir æðstu stjórnarmenn Mindgeek, þeir Feras Antoon og David Tassillo, hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu. Þeir höfðu báðir starfað þar í meira en áratug, Antoon sem forstjóri og Tassillo sem rekstrarstjóri. Mindgeek rekur vinsælu klámveituna PornHub. Financial Times greinir frá þessu.

Gustað hefur um PornHub undanfarið eftir að í ljós kom að mikið magn kynferðislegs efnis á veitunni var þar án samþykkis þeirra sem sáust í myndböndunum, auk þess að þar var einnig töluvert um klámefni sem sýndi einstaklinga undir lögaldri. Þeir Antoon og Tassillo eru taldir hafa horfið frá í kjölfar þessa, en eftir að málið komst í hámæli lokuðu bæði Visa og Mastercard á greiðsluleiðir á PornHub. Eftir það hafa tekjur fyrirtækisins dregist mikið saman og heimsóknir á síðuna hafa minnkað um þriðjung.

Í kjölfar uppsagna stjórnendanna tveggja hefur PornHub nú sagt upp fleira starfsfólki, samkvæmt Variety, en ekki er vitað hve margir hafa þurft að taka pokann sinn. Voru uppsagnirnar sagðar „tilraun til þess að lækka kostnað eftir að fyrirtækið varð fyrir tekjutapi síðastliðna 18 mánuði, eftir að í ljós kom í kjölfar ótal uppljóstrana að MindGeek hefði heimilað birtingu efnis sem sýndi kynferðisofbeldi gegn börnum og annarra myndbanda án samþykkis á PornHub,“ í frétt The Globe and Mail síðastliðinn þriðjudag.

Talsmaður MindGeek sagði í samtali við Variety að orðrómur þess efnis að fyrirtækið hefði sagt meira en helmingi starfmanna sinna upp væri „galinn og algjörlega ósannur.“

Þeir Antoon og Tassillo eru sagðir enn verða hluthafar í MindGeek, þótt sögur séu á lofti um ósætti milli þeirra og aðaleiganda félagsins, Bernd Bergmair. Sá síðastnefndi er sagður vera að safna fjármagni til þess að kaupa tvímenningana út úr félaginu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -