Miðvikudagur 22. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Konráð lýsir kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í Bæjarbíói: „Ég man að myndin var byrjuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konráð Ragnarsson var einn af þeim ólánsömu drengjum sem gert var að dvelja í Breiðuvík á sínum tíma; var þar beittur miklu harðræði og ranglæti. Konráð er frábær ljósmyndari sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga fyrir myndir sínar um víða veröld.

Hann lýsir ömurlegri reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir, ritar um reynslu sína á Facebook-síðu sinni.

„Þegar ég var 5 eða 6 ára píndu 3 stelpur mig að setja typpið inn í píku einnar þeirra. Þessar stelpur voru nokkrun árum eldri en ég. Ég man hvað mér þótti það ógeðslegt. Einu eða tveimur árum seinna er ég í Bæjarbíó í Hafnarfirði einn. Ég var „Bíósjúkur“ en það voru þeir kallaðir sem voru alltaf í bíó á þessum tíma.“

Konráð rifjar upp að honum fannst „ekkert skemmtilegra en að fara í bíó og fór ég oft einn ef ég gat ekki fengið neinn með mér. Jæja svo ég haldi áfram með söguna. Ég man að það var frekar fátt í bíó og var ég því feginn því þá gat ég valið besta sætið og staðinn í salnum. Það var enginn í röðinni þar sem ég sat.“

Bætir þessu við:

„Ég man að myndin var byrjuð og eitthvað liðið á hana þegar ég verð var við að einhver kemur inn í salinn sem mér þótti nokkuð seint þar sem myndin var löngu byrjuð. Ég sá að þetta var kall og svo pældi ég ekkert meira í því. Næst þegar ég sé hann þá er hann að koma í röðina sem ég sat og sest við hliðina á mér sem mér þótti frekar undarlegt og óþægilegt. Það voru bara nokkrar hræður í salnum og ég skyldi ekkert í því hvers vegna hann valdi að sitja við hliðina á mér í sal sem var tómur af fólki.“

- Auglýsing -

Þessi maður vildi Konráð ekki vel:

„Svo líður einhver tími, þá tekur hann upp poka af beiskum brjóstsykri og býður mér, ég þigg það og áður en ég veit af, þá tekur hann í aðra hendina á mér og setur hana á liminn sinn, sem hann var þegar búin að taka út og var grjótharður; segir við mig að rúnka sér; mér brá svo mikið að ég þorði ekki annað en að gera það sem hann bað mig um. Þegar það var búið þá var það eina sem kom í huga minn að hléið kæmi sem fyrst svo ég gæti forðað mér út. Sem ég svo gerði. Ég gæti sagt fleirri sögur af kynferðislegu ofbeldi sem ég varð fyrir sem barn, en ég læt þetta duga í bili.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -