Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Aron vill skotklukku: „Fáránlegt að það sé ekki komið – Myndi auðvelda líf dómara og leikmanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær geta verið flóknar leikreglurnar í handbolta; viðurkennir fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, Aron Pálmarsson, að hann að skilji þær ekki alltaf.

Aron ræddi þetta og fleira í vefþættinum Synir Íslands.

Þar var Aron spurður hvort hann hefði skilning á öllum reglum íþróttarinnar:

„Nei – ef þú kæmir með reglubókina væri ég ekki með allt upp á 10 þar. Það er alltaf sumt sem kemur manni á óvart,“ segir Aron og þá berst talið að skotklukku, sem er ekki til staðar í dag í handbolta, en hefur verið við lýði í körfubolta í áratugaraðir og hefur reynst vel.

Aron er á því að skotklukka myndi gera góða hluti fyrir handboltann:

„Mér finnst eiginlega fáránlegt að það sé ekki komið, að setja þessa ábyrgð á dómara. Það myndi auðvelda líf dómara, leikmanna og þjálfara að fá skotklukku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -