Fimmtudagur 29. febrúar, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Atvinnuleysi ekki verið meira síðan 2015

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 6.900 manns voru á atvinnuleysisskrá í lok marsmánaðar sem er það mesta síðan árið 2014.

Hlutfallslega hefur atvinnuleysi ekki verið meira síðan 2015. Búist er við að það fjölgi í hópi atvinnulausra í apríl áður en áhrifa sumarstarfa fer að gæta en atvinnuleysi er alla jafna í lágmarki yfir sumartímann.

Samkvæmt nýútkominni hagspá Arion banka er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist hratt út þetta ár og nái hámarki á næsta ári áður en það fer lækkandi á ný. Er gert ráð fyrir að í ársbyrjun slagi hlutfallið hátt í 4,8%. Aukin alþjóðleg samkeppni og versnandi samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja er sögð valda auknu atvinnuleysi.

Atvinnuleysi er ívið meira á meðal karla en kvenna og mest meðal einstaklinga á aldrinum 25 til 34 ára. Rúmlega fjórir af hverjum tíu atvinnulausra hafa eingöngu lokið grunnskólanámi á meðan 24% hafa lokið háskólamenntun. Minnst er atvinnuleysið meðal iðnmenntaðra. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur farið ört vaxandi á undanförnum mánuðum, úr 25% í um 35%.

Í lok febrúar var atvinnuleysi langmest á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Gjaldþrot WOW air hefur langsamlega mest áhrif á þessi atvinnusvæði og í því skyni ákvað ríkisstjórnin að veita 80 milljónum króna til að styrkja starfsemi Vinnumálastofnunar á þessum stöðum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær sömuleiðis aukna fjármuni til að bregðast við stórauknu atvinnuleysi á svæðinu.

Sjá einnig: Bíða átekta fram yfir sumarleyfi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -