Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hæðist að viðbrögðum Bjarna Ben: „Þessi þáttur kallar ekki eftir svona froðufellandi árás“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atli Þór Fanndal hneiklasta á „vanstillingu“ Bjarna Benediktssonar í viðbrögðum sínum við umfjöllun Kveiks um íslensku krónuna.

Kveikur fjallaði um stöðu íslensku krónunnar í gær en þar kom fram að fjöldi stórfyrirtækja á landinu notist við aðra gjaldmiðla á meðan heimilin í landinu neyðist til að nota óstöðuga krónuna. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra brást illa við og sagði þetta árás Kveiks á íslensku krónuna. Atli Þór Fanndal, framkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparency International, skrifaði Facebook-færslu þar sem hann hneikslast á viðbrögðum Bjarna Benediktssonar. „Jesús minn, þvílík vanstilling í ráðherra,“ skrifar hann og heldur áfram: „Það er bara næstum eins og Bjarni höndli ekki annað en umfjöllun sem gengur í takt við hann. Þessi þáttur kallar ekki eftir svona froðufellandi árás. Þarna var nú bara talsvert meira samhengi en t.d. flestu sem Bjarni skrifar og segir. Þetta tal um áróður gegn krónunni er bara kjánalæti.“

Segir Atli Þór að Bjarni viti hvað hann sé að gera. „Bjarni veit alveg hvað hann er að gera. Þetta hefur alltaf verið hans taktík. Tryllingsleg gagnrýni á alla sem ganga ekki í takt til kælingar. Sérstaklega fjölmiðla, hann á jú talsverða sögu þegar kemur að því að grafa undan fjölmiðlum.“ Í næstu orðum sínum hæðist hann að ráðherranum. „Eitt er þó satt í máli Bjarna og það er að kannski er krónan gagnrýnd heldur mikið og það vantar svolítið samhengi eins og að ríkisstjórnin ræður ekki við neitt og ætlar ekkert að bregðast við. Þessi sama ríkisstjórn hefur til dæmis ekki fjármagnað skattalækkanir upp á 54 milljarða á ári og skellt í allskonar þenslukvetjandi aðgerðir eins og að niðurgreiða rafmagnsbíla fyrir ríkt fólk og bílaleigur, endurgreiða vsk á framkvæmdum á tíma þar sem stórkostlegur skortur er á húsnæði. Já og svo réðu þau auðvitað seðlabankastjóra sem allir gátu sagt sér að ekki myndi ráða við starfið. Þannig að ég tek undir með ráðherra það vantar kannski smá samhengi sem er auðvitað ríkisstjórn sem segir bara endurtekið og opinberlega að þau beri ekki ábyrgð á verðbólgu.“

Að lokum segist Atli Þór vera með lausn sem gæti fallið í kramið hjá Bjarna. „Ég er því með lausn sem Bjarna gæti líkað. Legg til að Kveikur íhugi að gera framhaldsþátt um hvernig ríkisstjórnin ýkjir alla veikleika krónunnar með dógmatík og incompetance. Þar væri nú tækifæri til að koma með krónunni allskonar til varnar enda barnapían hreinlega ekki á staðnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -