Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Bakvörður með falsaða pappíra handtekinn – verður skimaður fyrir Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Möller greindi frá því á blaðamannafundi Almannavarna rétt í þessu að kona sem hefur starfað í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafi verið handtekin í morgun. Lögregla er með málið til rannsóknar.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi ennfremur frá því að kona sem hefur unnið í viku á hjúkrunarheimilinu hafi verið handtekin, grunuð um að hafa falsað starfsleyfi og fyrir að stela lyfjum. Konan verður skimuð fyrir Covid-19.

Alma segir mikilvægt að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.

Á fundinum var farið yfir stöðuna almennt. Sagði Alma að við værum búin að ná toppi hvað varðar smit í samfélaginu, en eigum eftir að ná toppi hvað varðar spítala- og gjörgæsluinnlagnir. „Við gerum ekki ráð fyrir að faraldurinn fari jafn hratt niður og hann fór upp,“  sagði hún á fundinum.

Í máli Ölmu kom fram að staðfest smit eru nú alls 1675 hérlendis. Staðfestum smitum fjölgaði um 27 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan 13 í gær; greindust fimmtán smit á höfuðborgarsvæðinu og tólf á Vestfjörðum. Búið að taka sýni hjá tæplega tíu prósent þjóðarinnar. Fjöldi sem er batnað er komið yfir 750. Alma hvatti fólk til að gefa sér tíma til að jafna sig eftir veikindin.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala var einnig viðstaddur fundinn og svaraði spurningum blaðmanna. Hann sagði liggja fyrir að langir biðlistar muni myndast á Landspítala eftir faraldurinn.

- Auglýsing -

Fréttin var uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -