2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Baltasar reffilegur á rauða dreglinum í London

Leikstjórinn Baltasar Kormákur lét sig ekki vanta á sýningu á nýjustu mynd sinni, Adrift á Soho-hótelinu í London í gær, sunnudag.

Aðalleikarar myndarinnar, Sam Claflin og Shailene Woodley, voru að sjálfsögðu einnig mætt á rauða dregilinn og tók þríeykið sig vel út saman.

Sam, Shailene og Baltasar.

Sjá einnig: Kveikti á myndavélunum þegar allir byrjuðu að æla.

AUGLÝSING


Shailene Woodley klæddist rauðri blússu við svartar buxur.

Adrift var frumsýnd vestan hafs í byrjun mánaðarins og samkvæmt Wikipedia hefur hún halað inn um 31 milljón dollara í miðasölutekjur, en framleiðslukostnaður við myndina var 35 milljónir dollara. Þá hefur myndin fengið fína dóma víða um heim.

Sam Claflin klæddist gráum jakkafötum.

Myndin er lauslega byggð á sannri sögu pars sem sigldi frá Tahítí til San Diego árið 1983. Þau sigldu hins vegar rakleiðis til móts við fellibylinn Raymond en misstu ekki lífsviljann.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is