Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjö manna bankaráð, sem situr í umboði bankasýslu ríkisins, stofnunar sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, tók eitt ákvörðun um byggingu 16.500 fermetra höfuðstöðva Landsbankans sem nú rís við hlið Hörpu.

 

Þann 10. maí 2017 fóru formaður og varaformaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiríksdóttir og Magnús Pétursson, á fund Benedikts Jóhannessonar, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir honum ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra 16.500 fermetra höfuðstöðva bankans við Austurhöfn í Reykjavík, á einni af dýrustu lóðum landsins. Ráðherrann hlustaði á kynningu þeirra og gerði svo fundarmönnum grein fyrir því að hann kæmi ekki að rekstrarlegum ákvörðunum. Það væri því bankaráðsins að ákveða hvort að ráðist yrði í framkvæmdina eða ekki.

Þannig var ákveðið að setja upp skipulagið á eignarhaldi ríkisins á bönkum eftir hrunið. Tilgangurinn var að tryggja að stjórnmálamenn væru ekki að skipta sér með beinum hætti að rekstri bankanna og athöfnum, meðal annars til að auka traust á fyrirkomulaginu. Sú vegferð hefur ekki skilað meiru en svo að enn vantreysta fjórir af hverjum fimm landsmönnum bankakerfinu.

Fyrir vikið er uppsetningin þannig að fjármála- og efnahagsráðuneytið heldur á eignarhlutum skattgreiðenda í Landsbanka og Íslandsbanka en felur Bankasýslu ríkisins að fara með þá.

Í svari við fyrirspurn Kjarnans til forstjóra Bankasýslu ríkisins um hvort stofnunin hafi haft einhverja aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höfuðstöðvarnar var svar forstjórans, Jóns Gunnars Jónssonar, einfalt: „nei“.

Það hefur ekki þótt tilefni til að bera byggingu höfuðstöðva undir hluthafafund, þar sem eini alvöru hluthafinn, íslenska ríkið, gæti sagt sína skoðun á áformunum.

- Auglýsing -

Ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdirnar, sem áætlað er að kosti um níu milljarða króna, var því tekin án aðkomu ráðuneytisins sem heldur á hlutabréfum íslenska ríkisins í bankanum og stofnunarinnar sem fer með þann eignarhlut. Hún var tekin af bankaráði á fundi sem haldinn var 16. maí 2017. Landsbankinn, sem er í 98,2 prósent eign skattgreiðenda, vill ekki upplýsa um hvernig atkvæði féllu hjá sjö manna bankaráðinu þegar kosið var um bygginguna.

Því liggur fyrir að sjö manna bankaráð, sem situr í umboði bankasýslu ríkisins, stofnunar sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, tók eitt ákvörðun um byggingu „Klettsins“ sem nú rís við hlið Hörpu.

Ítarlega er fjallað um málið í nýjustu útgáfu Mannlífs og á vef Kjarnans. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -