2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Baráttan fyrir áfengi í búðir teygir sig inn á borgarstjórnarfund

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fyrir borgarstjórn áskorun um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Hún væntir stuðnings borgarfulltrúa Viðreisnar og Pírata vegna málsins. Ályktunin er tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag.

Hildur segir í ályktuninni að með afnámi ríkisverslunar verð lífi hleypt í hverfisverslun og nærþjónusta efld. Slíkt styðja við markmið aðalskipulags um sjálfbær hverfi. „Borgarstjórn skorar á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu, ekki síst vegna þess að aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi mun styðja við hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur. Styður slík þróun við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi en verslun með áfengi í hverfisverslunum mun gera umhverfi daglegrar verslunar hverfisvæddara, með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti.“

Hildur skrifar um málið á Facebook. „Ég vænti þess að Viðreisn og Píratar styðji málið, enda hafa þau almennt stutt áfengisfrumvarpið og jafnvel verið flutningsmenn þess. Vonandi rata prinsippin líka í borgarstjórn,“ skrifar borgarfulltrúinn.

Afnám einokunar smásölu áfengs er ekki í höndum sveitarstjórnarstigsins. Breytingu á lögum þarf til. Frumvarp um afnám ríkissmásölu á áfengi hefur ítrekað verið lagt fram en ekki samþykkt. Frá árinu 2004 hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins átta sinnum lagt fram frumvarp um afnám á einkasölu ÁTVR á áfengi fyrir þingið án árangurs.  Frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um afnám einokunar ÁTVR á smásölu áfengis bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Fátt bendir til þess að frumvarpið verði að lögum þetta skiptið.

Nú er að hefjast fundur borgarstjórnar. Á dagskrá síðdegis verður ályktunartillaga mín um frelsi á áfengismarkaði – en…

Posted by Hildur Björnsdóttir / Borgarfulltrúi on Þriðjudagur, 4. júní 2019

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is