Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Benedikt landsliðsþjálfari fyrirgaf falsaranum: „Einhver vildi mér mjög illt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, Benedikt Rúnar Guðmundsson, er ósáttur við fréttaflutning Mannlífs í gær en fréttin snéri að myndabröndurum (e.memes) sem hann birti á Instagram í fyrra. Hluti af myndabröndurunum komu ekki frá honum en sumir þeirra fóru fyrir brjóstið á leikmönnum landsliðsins sem kvörtuðu til KKÍ.

Benedikt fann sig knúinn í gærkvöldi til að setja út á fréttaflutning Mannlífs í gær og útskýra málið nánar. Birti hann pistil um þetta á Facebook.

„Dauðleiddist heima í Covid“

Þjálfarinn segir í pistlinum að þegar Covid stóð sem hæst hér á landi, hafi honum dauðleiðst að hanga heima en stytt sér stundir meðal annars með því að skoða myndabrandara sem fólk fór að senda á hann. Þetta hafi létt honum stundirnar og hann hafi svo í kjölfarið ákveðið að finna svona myndabrandara og senda á ákveðinn hóp inni á Instagram. „Síðan Covid skall á hef ég sent ca. 300 memes“ segir Benedikt og heldur áfram „flest voru tengd Covid, sum voru skot á sjálfan mig, einhver skot á karlmenn og einhver skot á konur og önnur skot á hitt og þetta.“ Tekur hann fram að engin þeirra hafi átt að vera móðgandi né sýndi bert hold, hvorki kvenmannshold né karlmanns. Markmiðið hafi verið að áframsenda grín og létta fólki lundina.

Fyrirliði kvennalandsliðsins hafði á einhverjum tímapunkti samband við Benedikt en hafði hann fengið sent einhverja 7-8 myndabrandara af þessum rúmlega 200 myndum sem hann hafði sent. Hafði fyrirliðinn fengið þessa brandara senda á sig en þá var búið að sjóða saman þessa 7-8 brandara og „var skiljanlegt að fyrirliðinn hefði áhyggjur, meðal annars hvort ég væri haldinn kvenfyrirlitningu og stundaði það að skjóta á konur í frítíma mínum.“ Það sem Benedikt fannst verst var að tveir myndabrandaranna sem voru á gráu svæði en að hann hefði aldrei sent þá. Hann sendi aftur á móti nokkra sjálfur sem þóttu á þessu gráa svæði.

Lagði fram kæru

- Auglýsing -

Benedikt fór í kjölfarið til lögreglunnar með málið en síðar kom í ljós að einhver hefði „lagt það á sig að falsa í mínu nafni“ eins og þjálfarinn orðað það í pistli sínum. Það hafi svo fljótlega komið í ljós að einhver hefði falsað tvo myndabrandra í hans nafni. Sagði hann ennfremur í pistlinum að það að einhver hreinlega vilji honum illt, hafi brotið hann niður. Lagði hann svo fram kæru til lögreglunnar en áður en hann fór á fund með henni barst honum símtal frá manneskjunni sem hafði tekið þessa myndabrandara saman og bætt við tveimur. Þjálfarinn ákvað að fyrirgefa falsaranum og draga kæruna til baka. Hann upplýsir ekki hver meintur falsari sé og þá hver hafi brotist inn á reikning hans.

Eftir að Covid bylgjan rénaði var boðað til fundar með Benedikt, landsliðinu og stjórn KKÍ þar sem Benedikt reifaði málið frá „A til Ö“ líkt og hann orðar það sjálfur. Á fundinum var honum tjáð að málið væri búið og fyrirliði liðsins tjáði honum að liðsmönnum landsliðsins væru sáttir „og við tókum góða æfingahelgi.“

Ekki haldinn kvenfyrirlitningu

- Auglýsing -

Í niðurlagi pistilsins skrifar Benedikt: „Ég er ekki að skrifa þetta hér til þess að reyna að fría sjálfan mig og spila mig sem fullkominn einstakling sem gerir aldrei neitt rangt. Ég hef gert mörg mistök á ævinni og þegar ég horfi til baka þá sé ég eftir ansi mörgu á langri ævi. Ég er maður hinna ýmsu galla og veit af þeim mörgum en ég tel mig ekki haldinn kvenfyrirlitningu.“ Þá segir Benedikt einnig að í dag muni hann birta myndabrandarana sem um ræðir og leyfa öðrum að dæma fyrir sig.

Ritstjórn Mannlífs áréttar að í fyrstu útgáfu fréttarinnar hafi í byrjun hennar verið talað um myndabrandara en síðar í fréttinni hafi verið talað um myndir. Því var þó fljótlega breytt eftir ábendingar. Mannlíf vill taka skýrt fram að myndabrandararnir hafi ekki tengst landsliðskonunum með beinum hætti á neinn hátt enda kom það aldrei fram í fréttinni. Mannlíf stendur við fréttina. Kvartað var undan myndabröndurum Benedikts til KKÍ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -