Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Biðst afsökunar á umælunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikmaður Skallagríms sem sakaður er um kynþáttafordóma í leik liðsins gegn Berserskjum í fjórðu deild karla í fótbolta hefur beðist afsökunar.

„Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum,“ segir Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta, í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér og birtist á Fótbolti.net, vegna ummæla sem hann lét falla í leik liðsins gegn Berserkjum á föstudagskvöld. Er Atli sakaður um að hafa hafa kallað leikmann Berserkja apakött í tvígang meðan á leiknum stóð og sagt honum að drullast heim til Namibíu.

Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að Knattspyrnudeild Skallagríms muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma. Félagið muni grípa til viðeigandi ráðstafana í samráði við KSÍ.

Segist Atli sjálfur ekki getað annað gert en að stíga fram, viðurkennt mistök sín og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð sitt. „Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina.“

Hann tekur fram að hann einn sé ábyrgur fyrir ummælum sínum og hegðun og hann munni taka afleiðingunum og gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta ráð sitt.

Hins vegar finnist honum ósanngjarnt hversu einhliða umfjöllun og umræða hefur verið um málið. „Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -