Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

NBA-stjörnur lentu í slagsmálum á skemmtistað í Grikklandi – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

NBA-stjörnurnar Ivica Zubac og Dario Saric lentu í slagsmálum eftir tapleik.

Það getur stundum verið gott að fá útrás eftir tapleik segja einhverjir en Zubac og Saric gengu mögulega of langt eftir tapleik Króatíu gegn Grikklandi í gærmorgun en tapið varð til þess að Króatíu mun ekki spila á Ólympíuleikunum.

Ekki liggur fyrir af hverju slagsmálin hófust en á myndbandi sem náðist af atvikinu má sjá Zubac í átökum við annan mann áður en öryggisverðir hlaupa til og grípa körfuboltamanninn. Þegar Saric sá hvað var að gerast stökk hann til að hjálpa Zubac en var hrint niður af öryggisverði og á einhverjum tímapunkti í átökunum tekur gestur skemmtistaðarins Saric hálstaki.

Samkvæmt heimildum TMZ var lögreglan ekki kölluð til og ekki liggur fyrir hvort slagsmálin muni hafi áhrif á feril Saric og Zubac en þeir spila með Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í Bandaríkjunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -