Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Bíó Paradís orðið eins og Titanic

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum eins og Titanic-skipið, það er búið að flæða inn í allar lestirnar og skipið er að sökkva og það er orðið erfitt að snúa því við,“ sagði Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun.

Hún staðfesti að búið væri að segja upp öllum nema fimm starfsmönnum og þeir sem eftir stæðu væru að vinna uppsagnarfrest við að pakka niður og ganga frá.

Hrönn segist varla trúa því að staðan sé orðin þessi, þegar tilkynnt hafi verið um yfirvofandi lokun kvikmyndahússins hafi borist stuðningur úr öllum áttum en minna hafi orðið úr því að styðja starfsemina í verki.

„Við fengum yfirlýsingar á báða bóga frá ríki og borg að það væri mikill pólitískur vilji að leysa málið. Ég trúði því bara innilega að við værum búin að leysa málið löngu fyrir páska og þetta mál yrði leyst. Ég er sjálf bara mjög hissa að við séum ekki komin á þann stað og við séum í raun og veru að láta tíu ára starf fara í vaskinn og á öskuhauga sögunnar,“ sagði Hrönn. „Við erum eins og Titanic-skipið, það er búið að flæða inn í allar lestirnar og skipið er að sökkva og það er orðið erfitt að snúa því við. Nema við höfum rosalega snör handtök akkúrat núna. Ég verð bara að vera við öllu búin, auðvitað vil ég ekki sjá þetta fara bara til einskis, allt þetta starf sem við höfum unnið á Hverfisgötunni,” sagði framkvæmdastjórinn að lokum.

Sjá einnig: Fólk miður sín yfir lokun Bíó Paradís – „Þetta er fokking ömurlegt“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -