Miðvikudagur 9. október, 2024
1.1 C
Reykjavik

Breki Karlsson: Bagalegt fyrir fjölskyldur að komast hvorki lönd né strönd í sumarfríinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vel á annað þúsund ferðalanga kemst hvorki lönd né strönd í sumarfríinu vegna pakkaferða sem ekki fást endurgreiddar. Á sama tíma og fólk er hvatt til að ferðast innanlands er sparifé fjölmargra fjölskyldna bundið hjá ferðaskrifstofum í formi inneignar. Í rauninni má líta svo á að neytendur „láni“ ferðaskrifstofunum peninga og það á 0% vöxtum.

Neytendasamtökunum hafa borist yfir 200 mál vegna pakkaferða sem ekki hafa fengist endurgreiddar og segir Breki Karlsson, formaður samtakanna, að bagalegt sé fyrir margar fjölskyldur að komast hvorki lönd né strönd í sumarfríinu. „Fólk er hvatt til að ferðast innanlands en hvernig á það að geta ferðast innanlands ef ferðasjóðurinn er fastur í inneignarnótu sem það getur notað eftir ár eða tvö,“ segir Breki. Málin sem um ræðir snerta vel á annað þúsund ferðalanga.

Úrval-Útsýn og Heimsferðir eru á meðal þeirra sem ekki hafa endurgreitt viðskiptavinum en gefið út inneignarnótur. Í tölvupósti sem viðskiptavini barst frá Heimsferðum segir meðal annars: „Stjórnvöld hafa leitað leiða til þess að mæta þessu og núna liggur fyrir Alþingi frumvarp, sem mun heimila ferðaskrifstofum að greiða viðskiptavinum með inneignarbréfi til 12 mánaða. Að þeim tíma loknum á viðskiptavinurinn rétt á endurgreiðslu, ef inneignin hefur ekki verið nýtt á þessu tímabili til kaupa á nýjum ferðum. Heimsferðir hafa ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem nýta slíka inneign til kaupa á nýrri ferð 5% álag, sem þakklætisvott fyrir aðstoðina.“

Í pósti frá Úrval-Útsýn kom eftirfarandi fram: „Úrval-Útsýn er með lögbundna tryggingu vegna pakkaferða hjá Ferðamálastofu. Sú trygging nær yfir allar inneignir sem viðskiptavinir okkar eiga hjá okkur í pakkaferð. Munu því allir sem eiga inneignir hjá okkur fá allt sitt endurgreitt ef kæmi til lokunar.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Umsjón / Malín Brand

- Auglýsing -

Ertu með ábendingu? Sendu á [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -