Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Búið að loka Tekjur.is

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Persónuverndar hefur tekið ákvörðun um að birting opinberra upplýsing úr skattskrá sé óheimil.

Vefsíðunni Tekjur.is hefur verið lokað. Vefurinn opnaði 12. október en þar var hægt að fletta upp tekjum allra Íslendinga árið 2016.  Persónuvernd tók síðuna til skoðunnar skömmu eftir að hún opnaði. Stjórn Persónuverndar hefur nú tekið ákvörðun um að birting opinberra upplýsing úr skattskrá sé óheimil. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefnum.

Tilkynninguna má lesa í heils sinni hér fyrir neðan:

Síðdegis í gær barst lögmanni upplýsingasíðunnar Tekjur.is tilkynning frá stjórn Persónuverndar sem hefur haft starfsemi síðunnar til skoðunar. Stjórn Persónuverndar hefur nú tekið þá ákvörðun að birting opinberra upplýsinga úr skattskrá á vefsíðunni sé óheimil og gert þá kröfu að síðunni verði lokað. Þá er gerð sú krafa að rekstraraðili síðunnar eyði öllum tengdum gögnum. Tekjur.is mun tafarlaust fara að ákvörðun Persónuverndar og því hefur síðunni verið lokað.

Ákvörðun stjórnar Persónuverndar kom verulega á óvart, enda eru á upplýsingasíðunni eingöngu birtar upplýsingar sem þegar eru opinberar samkvæmt lögum og hver sem er getur nálgast hjá ríkisskattstjóra. Í ákvörðuninni er algjörlega skautað framhjá þeirri staðreynd, sem og þeim lagaákvæðum sem tilgreina að útgáfa upplýsinga úr skattskrá sé heimil, í heild eða að hluta til. Stjórn Persónuverndar túlkar skattalög þannig, að eingöngu sé heimilt að gefa skattskrána út á pappír en ekki rafrænt. Þess má geta, að skattskráin telur um 6.700 síður og því er prentuð útgáfa tæpast raunhæf.

Tekjur.is þakkar almenningi fyrir góðar viðtökur og gagnlega umræðu um tekjuskiptingu og skattlagningu í samfélaginu. Tekjur.is telur ákvörðun stjórnar Persónuverndar í andstöðu við lög og mun skoða réttarstöðu sína, enda er ljóst að ákvörðunin veldur umtalsverðu fjártjóni.

Virðingarfyllst,

- Auglýsing -

Tekjur.is

Þess má geta að fyrirtækið Viskubrunnur ehf. heldur utan um tekjur.is. Fyrirtækið var stofnað í mars á þessu ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -