Þriðjudagur 21. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Daði á flugi en Bogi óvinsæll

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista að þessu sinni.

Góð vika – Daði og Gagnamagnið
Daði og Gagnamagnið hafa verið á sannkölluðu flugi þessa vikuna. Þótt Eurovision-keppnin hafi verið blásin af í ár vegna COVID-19 faraldursins hafa ýmsar fjar-Eurovision-keppnir verið haldnar í hennar stað og gerðu Daði og félagar sér lítið fyrir og sigruðu á dögunum þá stærstu, Eurostream 2020, sem tæplega tuttugu Eurovision-aðdáendasíður stóðu fyrir. Það má með sanni segja að bandið hafi unnið með yfirburðum því Ísland fékk alls 434 stig en næst á eftir kom Litháen með 303 stig. Þess má geta að keppnin er langt í frá sú fyrsta sinnar tegundar sem Íslendingar sigra. Ekki nóg með það heldur leist álitsgjöfum SVT, sænska ríkissjónvarpsins, svo vel á íslenska lagið að þeir völdu það besta framlagið. Stemningin fyrir framlaginu hefur verið svo mikil að fjöldi fólks hefur þegar tekið þátt í áskorun Daða Freys, þar sem hann biður aðdáendur um að birta á samfélagsmiðlum myndband af sér að dansa við Think About Things til að eiga möguleika á að koma fram í samsettu vídeói við lagið.

Slæm vika – yfirstjórn Icelandair
Óhætt er að segja að yfirstjórn Icelandair með forstjórann Boga Nils Bogason í broddi fylkingar hafi ekki beinlínis átt góða viku. Fyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á ferðaþjónustu um allan heim og í bréfi sem forstjórinn sendi starfsfólki fyrirtækisins segir hann það „helstu fyrirstöðuna“ fyrir að hægt sé að bjarga rekstrinum, með vísan til þess að flugfreyjur og -þjónar vilja ekki taka á sig talsverða launalækkun. Mikil reiði hefur brotist út meðal starfsfólksins og í samfélaginu öllu vegna ummælanna og hefur fyrirtækið verið hundskammað fyrir að bera litla virðingu fyrir starfsstéttinni. Það sé einfaldlega verið að nota COVID-19 faraldurinn sem afsökun til að lækka laun flugliða, eins og sjáist af því að að svipað tilboð og flugfreyjur fengu nú hafi verið boðið áður. Fólk sem stuttu áður lýsti yfir stuðningi sínum við Icelandair á samfélagsmiðlum, segist hafa verið stolt af því að starfa fyrir fyrirtækið, en aldeilis ekki lengur. Það sé liðin tíð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -