Föstudagur 12. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Dómari vísar máli Jóhanns frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómari hefur vísað máli Jóhanns Helgasonar frá þar sem hann stefnir Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna lagsins Söknuður. Jóhann hefur haldið því fram að lag Løvland, Your Raise Me Up, sem söngvarinn Josh Groban gerði frægt árið 2003 sé stolið og sé í raun útgáfa af laginu Söknuður frá árinu 1977. Lagið Your Raise Me Up var samið 2001. Jóhann telur Løvland hafa heyrt lagið Söknuður í einhverjum af hans mörgu heimsóknum til Íslands á tíunda áratugnum og í kjölfarið samið sína útgáfu.

Jóhann höfðaði mál til greiðslu bóta og fór fram á að allar tekjur sem You Raise Me Up hefur fært Løvland og öðrum yrðu dæmdar honum. Stefnan var lögð fram í Los Angeles í Bandaríkjunum 29. nóvember 2018.

Síðan þá hefur tónlistarprófessorinn Lawrence Ferrara gert samanburðargreiningu á lögunum Söknuður og You Raise me Up fyrir hönd Universal Music. Í greinargerð sinni hafnaði hann líkindum milli laganna sem um ræðir. Lögmaður Jóhanns, Michael Machat, sagði hann hafa notað gallaða aðferðarfræði.

Jóhann fékk þá tónlistarfræðinginn Judith Finell til liðs við sig til að sanna líkindi laganna en dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að hennar úrskurður væri óáreiðanlegur þar sem hún klikkaði meðal annars á að greina frá aðferðafræðinni sem hún notaðist við.

Tímaritið Variety greinir frá því að dómari hafi þá vísað málinu frá og að Finell hafi ekki viljað tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Í samtali við Fréttablaðið sagðist Jóhann geta áfrýjað niðurstöðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -