Miðvikudagur 10. apríl, 2024
5.8 C
Reykjavik

„Eftir að þú varst tekinn af mér á þennan hrottalega hátt vakna ég með brostið hjarta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Björg Randversdóttir, unnusta Daníels heitins Eiríkssonar, sem lést með voveiflegum hætti á föstudaginn langa, segir það óbærilega tilhugsun að meintur banamaður unnusta hennar sýni enga iðrun og gangi laus ferða sinna.

Þetta kemur fram í færslu hennnar á Facebook sem DV fjallar um. Lilja segir það ávallt sitja í sér að hafa komið að Daníel alblóðugum og rænulausum hið örlagaríka kvöld.

Blessuð sé minning Daníels.

„Elskaði þennan mann meira en allt. Vid vorum eitt. Eftir að þú varst tekinn af mér á þennan hrottalega hátt hef ég ekki verið söm. Með þér vaknaði ég með tilhlökkun í hjarta en núna vakna ég með brostið hjarta. Engin tilhlökkun fyrir deginum,“ segir Lilja og bætir við:

„En það sem er að fara með mig og að láta mig vera gefast upp (missa vitið) er að maðurinn sem varð manninum mínum að bana gengur laus og nýtur lífsins. Er búin vera í kvíða að hitta þennan mann úti á götu sem drap manninn minn og sýnir enga iðrun.“

Sjá einnig: Guðný og Lilja segja frá lífi og dauða Daníels – Þær syrgja. Hann hvílir í eilífum svefni

Daníel lést eftir að ekið var á hann. Hann var aðeins þrítugur er hann lést, 3. apríl síðastliðinn. Rúmenskur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt verjanda mannsins þá segist maðurinn hafa ekið á Daníel fyrir slysni.

- Auglýsing -

Daníel fæddist í Reykjavík 19. október árið 1990. Hann var sonur hjónanna Kristínar Kui Rim frá Suður-Kóreu og Eiríks Sigurbjörnssonar, stofnanda Sjónvarpsstöðvarinnar OMEGA. Daníel á eina alsystur, Guðnýju Sigríði, og tvo hálfræður, þá Sverri Einar og Jóhannes Ásgeir.

Í hlýrri minningargrein fóru foreldrar Daníels um hann fallegum orðum. „Elsku sonur okkar Daníel, við söknum þín sárt. Þú varst okkar vinur. Þú varst okkur svo nátengdur. Síðustu mánuði lífs þíns gekk allt svo vel. Það voru svo bjartir tímar framundan. Það er svo erfitt að trúa því, elsku Daníel minn, að þú sért farinn frá okkur, en við vitum hvar þú ert. Við söknum þín mikið. Sjáumst aftur,“ sögðu Eiríkur og Kristín.

Sjá einnig: Daníel þrítugur borinn til grafar í dag: „Elsku sonur okkar, við söknum þín svo sárt“

- Auglýsing -

Guðný minnist einnig bróður síns í minningagrein. „Elsku bróðir besti. Það er svo erfitt að reyna að sætta sig við það, að þú sért farinn frá okkur. Þú skilur eftir þig mikla sorg og tómarúm sem verður erfitt að fylla upp í. Það jafnaðist ekkert á við brosið þitt, traustið þitt, jákvæðnina þína og kraftinn þinn. Vá hvað ég gæfi mikið til að fá þig til baka elsku Daníel minn,“ sagði Guðný og heldur áfram:

„Svo skrítið að hugsa til þess að þú komir aldrei aftur í heimsókn til okkar. Þú elskaðir að fá þér einn kaffibolla og horfa á sjónvarpið með krökkunum. Við elskuðum svo mikið að fá þig til okkar. Ó hvað við söknum þín. Ég mun varðveita fallegu minningarnar okkar elsku engill. Ég veit að þú vakir yfir okkur. Elska þig að eilífu.“

Systkinin Guðný og Daníel á góðri stundu.

Jóhannes minntist einnig Daníels, litla bróður síns. „Elsku Danni, ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga þig sem litla bróður. Ég er þakklátur fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þú varst sannur vinur og alltaf tilbúinn til að hjálpa. Enda varstu klettur í lífi margra. Þú varst með hjartað á réttum stað. Þú hafðir skemmtilegan húmor og það var stutt í hláturinn og fallega brosið hjá þér. Enda varstu alltaf bjartsýnn og staðráðinn í að halda áfram í rétta átt, jafnvel þótt stundum fengirðu vindinn fullhressilega í fangið í lífsins ólgusjó. En núna ertu farinn og siglir ei meir. Við sjáumst seinna elsku Danni minn,“ sagði Jóhannes.

Daníel Eiríksson lést í kjölfar þess að ekið var á hann fyrir utan heimili kærustu hans. Ökumaðurinn ók í burtu frá slysstað og lá Daníel helsærður og rænulaus í götunni í þó nokkurn tíma. Lögreglan handtók í kjölfarið þrjá Rúmena og sat einn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andlátinu. Sá sem sat í gæsluvarðhaldi viðurkenndi svo að hafa ekið á Daníel en sagði að um slys hefði verið að ræða. Rúmenarnir voru allir látnir lausir og enn vinnur lögreglan að rannsókn málsins.

Hinn meinti morðingi var aftur í fréttum í sumar er hann rauf farbann og fór úr landi á fölskum skilríkjum. Hann skilaði sér hins vegar aftur til landsins, er nú í farbanni en gengur laus.

Lilja og Guðný. Mynd / Róbert Reynisson.

Lilja Björg, kærasta Daníels, fæddist og ólst upp fyrir norðan og var hún átta árum eldri en Daníel.

„Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur. Loksins var ég ánægð. Ég hafði barist lengi við þunglyndi og átt erfitt líf en með Daníel var ég ánægð alla daga. Ég gat verið erfið úr af „borderline-persónuleikaröskuninni“ en hann var aldrei reiður við mig og dæmdi mig aldrei. Hann studdi mig ótrúlega vel og hann var að koma mér inn í trúna.“

Lilja: Það er búið að taka framtíðina af mér; allt sem ég ætlaði að eiga. Það er búið að taka manninn sem ég elskaði út af lífinu.“

Guðný og Lilja eru sannfærðar um að ekki hafi verið um slys að ræða og gagnrýna að maðurinn sem var í gæsluvarðhaldi sé laus úr haldi og virðist njóta lífsins.

Daníel og Lilja í faðmlögum.

„Ég get ekki séð eins og staðan er núna hvernig ég á að geta haldið lífi mínu áfram fyrr en ég veit að maðurinn sem gerði þetta fái dóm,“ sagði Guðný í viðtali við Mannlíf. „Það eru allir sammála okkur um hvað þetta er skrýtið. Það ekur enginn í burtu frá svona slysstað; maðurinn hefði getað hringt á sjúkrabíl. Síðustu vikur hafa verið mjög slæmar. Ég hafði byrjað í nýrri vinnu nokkrum dögum áður en Daníel dó og ég hef ekkert getað mætt síðan hann dó. Maður er bara upp og niður allan daginn. Sorgin kemur í bylgjum. Maður tekur einn dag í einu og það er enginn dagur eins.“

Lilja tekur undir orð Guðnýjar. „Maðurinn hafði kannski getað bjargað Daníel,“ segir Lilja. „Ég mun aldrei geta sætt mig við að þetta hafi verið slys. Ég mun ekki geta haldið lífi mínu áfram eftir að ástin í lífi mínu var tekin á þennan hrottalega hátt. Ég get ekki byrjað að syrgja almennilega fyrr en maðurinn fær dóm. Þessi maður virðist ekki sýna neina iðrun en hann sást á djamminu eftir að honum var sleppt og í ræktinni; ættingjar Daníels sáu hann í ræktinni.“

Lilja: „Ég fór að leiði Daníels. Ég gat eiginlega ekki grátið; ég var svo reið.“

Hvítur kross stendur við leiði Daníels. Þrítugur kvaddi hann þetta líf.

Einfaldur kross eins og oftast er áður en legsteinn er settur við leiði. Nafnið hans. Fæðingardagur og -ár og dánardagur og -ár. Og ein setning.

Ein setning sem segir svo margt.

„Minning þín lifir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -