Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ekkert smit á sunnanverðum Vestfjörðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enginn íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum hefur greinst smitaður af Covid-19. Í skimun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Íslenskrar erfðagreiningar sem framkvæmd var í síðustu viku voru þrjátíu og þrjú prósent íbúa á Tálknafirði og í Vesturbyggð prófaðir, alls fjögurhundruð og sautján manns, en öll sýnin reyndust neikvæð samkvæmt tilkynningu á vefsíðu Heilbrigðisstofnunarinnar. Einn aðili sem á lögheimili á svæðinu hefur greinst með smit en hann er staddur annars staðar og eru sunnanverðir Vestfirðir því algjörlega smitlaust svæði.

Í frétt bb.is um málið er haft eftir Svövu Magneu Matthíasdóttur, hjúkrunarstjóra á Patreksfirði, að þetta séu gleðifréttir: „Það eru gleðifréttir að engin samfélagssmit hafi greinst. Mikil samstaða er samt sem áður á meðal íbúa um að slá ekki slöku við og fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda áfram,“ segir Svava Magnea.

BB vitnar jafnframt í Gylfa Ólafsson, forstjóra HVEST, sem segir: „„Það eru mjög jákvæðar fréttir að öll prófin reyndust neikvæð.“

Ólíkt norðanverðum Vestfjörðum, hafa engar sérstakar takmarkanir verið í gildi á sunnanverðu svæðinu umfram það sem er á landsvísu. Því munu þær tilslakanir sem gerðar verða 4. maí einnig eiga við Vesturbyggð og Tálknafjörð segir bb.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -