Laugardagur 13. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

„Ekki nóg að segjast vilja eða ætla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Samfélagsleg ábyrgð nær yfir marga þætti en byggir í sinni einföldustu mynd á að fyrirtæki axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á samfélagið,“ segir Snæfríður Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna, en UAK dagurinn 2020 fer fram 7. mars í Gamla Bíó undir yfirskriftinni Næsta skref í þágu framtíðar.

Snæfríður Jónsdóttir.

„Kröfur um að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð hafa líkleg aldrei verið eins miklar og í dag og því ákváðum við að hafa það sem þema ráðstefnunnar. Við munum helst fjalla um jafnrétti, fjölbreytileika og umhverfismál en þessir þættir eru óneitanlega helstu áskoranir fyrirtækja í dag. En að okkar mati er ekki nóg að segjast vilja eða ætla að gera eitthvað heldur viljum við að fyrirtæki sýni vilja í verki. Við viljum að stjórnendur, leiðtogar og áhrifafólk í atvinnulífinu ráðist í raunverulegar aðgerðir enda er það allra hagur að fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað skraut,“ segir Snæfríður.

Meðal þeirra sem verða með erindi eru Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi hjá Capacent, Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og Edda Hermannsdóttir yfirmaður markaðs- og samskiptamála hjá Íslandsbanka.

Spurð að því hvort hún telji að aukinn hlutur kvenna í atvinnulífinu gæti verið stór áhrifaþáttur þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, þá svarar Snæfríður afdráttarlaust já.

„Og ennfremur tel ég að aukinn hlutur kvenna í æðstu stöðum haft enn meiri áhrif. Það nægir ekki aðeins að hlutur kynjanna sé jafn í atvinnulífinu heldur getur það skiptir það sköpum að stjórnendur, svo sem forstjórar og framkvæmdastjórar, séu ekki eini og sami hópurinn.“

Kyn sé þó ekki það eina sem skipti máli.

- Auglýsing -

„Við ættum einnig að horfa út fyrir kyn og reyna að hafa eins fjölbreyttan hóp stjórnenda og við getum, þar sem við vitum fyrir víst að fjölbreytt teymi, fyrirtæki með fjölbreyttan starfshóp eða stjórnendur sem eru ólíkir taka bestu ákvarðanirnar. Það er einnig athyglisvert að sjá að mörg þeirra fyrirtækja sem standa framarlega á sviði aðgerða í samfélagslegum málum eru oft á tíðum stjórnað af konum. Því er áhugavert að velta fyrir sér þessari tengingu á milli jafnréttis og t.d. samfélagslegrar ábyrgðar.“

Hér má nálgast upplýsingar um UAK daginn 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -