Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðeins nokkrir dagar eru þar til goðsagnakennda rokksveitin Guns N’ Roses stígur á stokk á Laugardalsvelli á einum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, en tónleikar sveitarinnar eru 24. júlí næstkomandi.

Nú er allt farið á fullt við að undirbúa tónleikana og hefur starfsfólk nú þegar hafist handa við að leggja tímabundið gólf yfir sjálfan völlinn til að vernda grasið á meðan á tónleikunum stendur, að sögn tónleikahaldara.

Allt á fullu í Laugardalnum.

Um 160 manns koma að undirbúningnum sem tekur um eina viku. Um er að ræða 56 gáma af varningi auk hundrað vörubíla sem voru fullhlaðnir af græjum. Friðrik Olafsson, skipuleggjandi tónleikanna, fylgist vel með gangi mála og.

„Búnaður fyrir sviðið sjálft er ná að mjakast inn á Laugardalsvöllinn. Fullbyggt verður sviðið 65 metra breitt og 22 metrar þar sem það rís hæst. Þrír risaskjáir koma til með að sýna áhorfendum hvert einasta smáatriði sem fram fer, sá stærri, sem er fyrir miðju sviðsins, er 18 metrar að breidd og 9 metrar að hæð, en á vængjum sviðsins er að finna skjái sem eru heldur ekkert slor, eða 12 metrar að breidd og 9 metrar að hæð,“ segir hann og bætir við að hljóðkerfið sé líka mjög tilkomumikið.

Sjá einnig: Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn.

„Hljóðkerfið fyrir tónleikana er af gerðinni JBL Pro frá bandaríska fyrirtækinu Harman en einnig njóta tónleikarnir aðstoðar frá HljóðX. Þetta er öflugasta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi með rúmlega 100 hátölurum og fjórum „delay“-turnum sem tryggja jafnt og þétt hljóð um allan Laugardalsvöll.

Síðan má ekki gleyma öllum eldvörpunum og reyksprengjunum, ásamt ógleymanlegri ljósasýningu. Þetta verður bara geggjað.“

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá tölvugerða teikningu eftir Tómas Pétursson þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau munu blasa við tónleikagestum á þriðjudag:

Tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 24. júlí og opna hliðin klukkan 16.30. Tyler Bryant & the Shakedowns hefja upphitun um kl. 18 áður en íslenska stórsveitin Brain Police tryllir lýðinn. Guns N’ Roses stíga á svið um klukkan 20 og má búast við mikilli keyrslu í rúmar þrjár klukkustundir.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana.

Enn eru eftir örfáir miðar á tónleikana, en þá er hægt að kaupa á vefsíðu tónleikahaldara, show.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -