Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Engilbert sakar skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air, sakar skiptastjóra þrotabús WOW air,  um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Skiptastjóri hafi ekki virt samkomulag um sölu á ýmsu kynningarefni til síns félags og hafi þess í stað ákveðið að selja efnið til félags Michele Roosevelt Edwards, sem vinnur nú að endurreisn WOW air.

Fjallað er um málið í Markaðinum í Fréttablaðinu í dag.

Engilbert var framkvæmdastjóri sölusviðs WOW air á árunum 2014 til 2018.

„Það eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu þrotabús að selja sama hlutinn tvisvar sinnum, þræta svo fyrir það og reyna að kúga menn til að gefa eftir, og auk þess að kenna starfsmanni sínum um að selja efni án leyfis. Ég hef stundað viðskipti lengi bæði hér á landi og erlendis en hef aldrei upplifað svona vinnubrögð.“

Eins og fram kemur í frétt Markaðarins er ágreiningur milli Engilberts og Sveins Andra Sveinssonar, annars skiptastjóra WOW air, um hvaða efni Engilbert samdi um kaup á úr þrotabúinu og greiddi fyrir í september.

Engilbert ætlar að fara fram á lögbann á notkun nýja flugfélagsins á efninu og vísa ágreiningnum við þrotabúið til héraðsdóms fái hann efnið ekki afhent.

- Auglýsing -

„Ég hef ítrekað við þau að ef efni sem ég hef keypt er notað þá mun ég fara fram á lögbann á þá miðla sem birta efnið. Á sama tíma hef ég skorað á skiptastjóra að fá efnið sem ég hef nú þegar greitt fyrir afhent frá þrotabúinu ella vísa ágreiningnum til héraðsdóms.“

Hann gagnrýnir einnig skiptastjórann fyrir að hafa deilt trúnaðarupplýsingum um sinn samning með lögmanni Edwards.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -