Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ákæra trúarleiðtoga fyrir manndráp vegna Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgaryfirvöld í Seúl hafa farið þess á leit við saksóknara að gefnar verði út ákærur á hendur Lee Man-hee, stofnanda Shincheonji-kirkjunnar, og ellefu öðrum.

Fólkið er sakað um að hafa legið á upplýsingum á sama tíma og yfirvöld reyndu hvað þau gátu að rekja möguleg smit eftir að Covid-19 greindist meðal sóknarbarna kirkjunnar.

Alls hafa 3.730 tilfelli Covid-19 greinst í Suður-Kóreu en um er að ræða mesta fjöldann sem greinst hefur utan Kína. 21 hefur látist. Meiri en helmingur smitanna greindist meðal meðlima Shincheonji Kirkju Jesú Krists.

Samkvæmt yfirvöldum áttu smitin sér stað í borginni Daegu í febrúar en í kjölfarið dreifðist fólkið víðar um landið.

Leiðtogar kirkjunnar hafa verið sakaðir um að hafa neitað að veita yfirvöldum uppýsingar og þannig valdið dauðsföllum og öðrum skaða. Samkvæmt BBC ríkir nokkur reiði meðal íbúa Suður-Kóreu í garð safnaðarins. Tekin hafa verið viðtöl við alla meðlimi hans, sem eru 230 þúsund talsins, en um 9.000 eru sagðir hafa sýnt einkenni Covid-19.

Lee Man-hee segist Kristur endurfæddur. Hann stofnaði kirkjuna árið 1984 en Shincheonji þýðir „nýtt himnaríki og jörð“. Fylgjendur Lee telja að hann muni taka 144 þúsund manns með sér til himna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -