Föstudagur 13. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Boris Johnson verður næsti forsætisráðherra Bretlands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson verður næsti forsætisráðherra Bretlands og tekur hann við embættinu af Theresu May á morgun.

Johnson hafði betur gegn utanríkisráðherranum Jeremy Hunt í kosningu um formannsembættið hjá Íhaldsflokknum. Hlaut Boris nærri tvöfalt fleiri atkvæði en Hunt.  Það voru 120 þúsund meðlimir breska Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði í kosningunni sem hefur staðið yfir í á þriðju viku.  

Theresa May sagði af sér embætti eftir að hafa mistekist að koma samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í gegnum breska þingið. Boris, sem var einn helsti talsmaður Brexit, hefur ítrekað sagt að Bretland muni ganga úr Evrópusambandinu þann 31. október, óháð því hvort búið verður að semja við ESB um útgöngu eða ekki.

Þar mun Boris hins vegar rekast á vegg því breska þingið hefur útilokað útgöngu án samnings. Að sama skapi hafa þrír ráðherrar Íhaldsflokksins lýst því yfir að þeir muni segja af sér embætti ef svo færi að Boris yrði forsætisráðherra. Geta þeir ekki fellt sig við harðlínustefnu hans í Brexit-málinu.

Stjórnmálaskýrandi BBC segir sigur Boris í raun með ólíkindum. Hann hafi sem borgarstjóri í London, þingmaður og síðar utanríkisráðherra ítrekað lent í slíkum hneykslismálum og uppákomum að flestir aðrir stjórnmálamenn í hans sporum væru fyrir löngu búnir að vera.

- Auglýsing -

Búast má við að Boris geri umtalsverðar breytingar á ríkisstjórninni. Einnig má búast við óróleika á mörkuðum þar sem líkurnar á Brexit án samnings hafa aukist verulega með sigri Johnson. Vísbendingar eru um að breska hagkerfið sé nú þegar að sigla á leið inn í kreppu, að stórum hluta vegna Brexit, en því hefur verið spáð að útganga án samnings muni hafa alvarleg neikvæð áhrif á breskan efnahag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -