Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Bræður af frumbyggjaættum fundust eftir fjögurra vikna leit – lifðu á regnvatni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bræðurnir Glauco og Gleison Ferreira fundust á lífi eftir að hafa verið saknað í fjórar vikur í regnskógum Amasón í Brasilíu. Bræðurnir sem eru sex og átta ára gamlir eru af frumbyggjaættum en týndust þeir eftir að hafa verið á fuglaveiðum í regnskóginum.

Skógarhöggsmaður fann drengina á þriðjudag en höfðu mörg hundruð manns tekið þátt í leitinni eftir að tilkynnt var um hvarf þeirra. Leitinni var formlega hætt þann 24.febrúar síðastliðinn en fann skógarhöggsmaðurinn drengina fyrir tilviljun um sex kílómetra frá þorpinu þar sem þeir búa. Drengirnir voru illa á sig komnir vegna vannæringar og voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Kom síðar í ljós að drengirnir sögðust aðeins hafa drukkið regnvatn á meðan þeir voru týndir en greindi Vísir frá frétt BBC um bræðurna í morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -