Sunnudagur 16. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Úkraínumenn á Íslandi senda út nauðsynjar: „All­ur heim­ur­inn er und­ir áhrif­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er mik­il­vægt að hafa í huga að þetta stríð hófst í fe­brú­ar 2014 og úkraínska þjóðin mun enn þurfa á hjálp að halda þegar því lýk­ur,“ sagði Ljú­bómíra Pe­trúk, stjórn­ar­formaður Fé­lags Úkraínu­manna á Íslandi, í sam­tali við mbl.is.
Félag Úkraínumanna á Íslandi vinnur nú að því að skipuleggja flug til Úkraínu þar sem nauðsynjar verða fluttar til flóttamanna.
Ljúbómíra sagði að hann hafði fundið fyrir miklum stuðningi allsstaðar að, bæði frá Íslendingum og litháíska- og pólska samfélaginu.
„Þetta skipt­ir okk­ur miklu máli,“
Flóttafólkið býr við rafmagnsleysi og verður hlýr fatnaður, lýsi og matur sem geymist vel meðal þess sem flutt verður út. Þá hefur sölustjóri Lýsis tekið vel í beiðni þeirra og Icewear samþykkt að gefa þeim afslátt af fatnaði.
„Okk­ur lang­ar til að hjálpa Úkraínu og við telj­um að þetta sé ekki bara Úkraína sem er í vand­ræðum, held­ur er all­ur heim­ur­inn þátt­tak­andi og er und­ir áhrif­um eða verður fyr­ir áhrif­um af þessu stríði sem Rúss­land hóf.“
Þeir sem vilja styrkja Félag Úkraínumanna á Íslandi er reikningsnúmer og kennitala hér að neðan:
Bankanúmer:0189-26-004211 – kennitala: 421112-0100

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -