Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Harry prins stígur fram í hjartnæmu viðtali: „Mig langar að fá föður minn og bróður aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mig langar að fá föður minn og bróður aftur,“ segir Harry Bretaprins í nýju viðtali sem ITV mun birta þann 8.janúar næstkomandi. Stiklur úr viðtalinu birtust i dag og hafa Breskir fjölmiðlar þegar greint frá því en mun viðtalið vera afar hjartnæmt. Þar segist Harry vilja fjölskyldu, ekki stofnun og bætir við að faðir hans og bróðir líti á hann og eiginkonu sína sem illmenni í þeim deilum sem hafa orðið innan fjölskyldunnar. „Þeir hafa sýnt nákvæmlega engan vilja til að sættast“.

Mikil spenna er fyrir viðtalinu sem birtist næsta sunnudag en þar mun Harry segja frá persónulegum samskiptum við fjölskyldu sína, andláti móður sinnar og framtíð hans. Þá hefur Harry sagt að þögn Buckinghamhallar væru svik eftir að þau neituðu að veita honum og eiginkonu hans, Meghan Markle, viðeigandi gæslu skömmu áður en þau létu af störfum sem háttsettir aðilar innan konungsfjölskyldunnar. Ákvörðun hjónanna féll í grýttan jarðveg og hafa fjölmiðlar sagt mikla ólgu ríkja innan fjölskyldunnar síðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -